RebZ, villikisi með meiru :o)

Of mikið af húsverkum valda heilaskaða....

laugardagur, maí 31, 2003

Jæja þá er bara Eurovision búið og við þurfum að bíða í heilt ár eftir næsta. En þá ætlum við Magga og Toggi sko að vera í Tyrklandi. Þannig að nú er bara að spara og skella sé á næsta sjóf.
Og það var svo Tryggvi blessaður sem vann í partýinu hjá okkur. Hann hélt með Tyrklandi og var mjög ánægður með sigurinn. En ég aftur á móti var ekki eins ánægð með minn herra, hann Mickey Harte. Hann var nú ekki nógu ofarlega fyrir minn smekk. Hann átti nú að enda hærra á skalanum. En lagið hjá Tyrkja-magadansmærunum var nú nokkuð flott. Þetta voru svo sem fín úrslit ef mar hugsar eftir á. Áðan var ég nú að horfa aftur á keppnina á vídeói og ég held að Tyrkirnir hafi alveg átt þetta skilið.
En ég er orðin spennt að heyra frá henni Þorbjörgu. Hún ætlaði nebblilega að kyssa Mickey fyrir mig. Vona bara að það hafi tekist........
En hvernig er þetta með þetta skipulag fyrir sumarið. Ég var víst í Eurovision nefnd og tel mig hafa staðið mig bara nokk vel. Svo var víst eitthvert Nörd sett í útilegunefnd og annað Nörd í sumarbústaðanefnd og mar er bara ekkert búinn að heyra. Hvað er í gangi strákar??? Á ekkert að vinna í þessu???
En allavega fannst mér Eurovision-partýið frábært og langar mig því að þakka öllum sem komu og vona ég bara að þeir hafi nú skemmt sér vel. Það voru settar kórónur á alla hausa sem mættu og fannst mér liðið bara líta vel út.
Og þetta er lítill heimur. Vinkona systur minnar var í vinnunni um daginn og þá var gella að vinna með henni að tala um að það hafi verið mergjað Euro-partý í blokkinni sem hú býr í. Fullt af fólki sem skemmti sér vel inni og úti í garði líka og allir með flottar kórónur á hausnum. Og þá býr þessi gella bara hér í blokkinni, og audda kveikti vinkona söster að þetta hafi verið mitt partý Ar sem hún var búin að heyra sögur frá Mörgusi. Nágranninn var rosa ánægður með okkur en það er nú spurning um hina þar sem við vorum að spila á gítar til 3......
En nóg af bulli. Ætla að fara að sötra bjór þar sem ég er alein heima (sonurinn stakk af út að leika. Er varla búin að sjá hann hér innandyra í dag). Svo verður bara glápt á imbann.
Well imbAWAY!!!

föstudagur, maí 23, 2003

Ákvað að birta þetta aftur þar sem þetta var horfið af síðunni!!!
Hér koma löndin sem keppa í réttri röð:

Ísland. *pantað* Gústi
Ausurríki. *pantað* Reynir
Írland. *pantað* Rebekka
Tyrkland. *pantað* Tryggvi
Malta. *pantað* Beggi boogie
Bosnía - Hersegóvína. *pantað* Höddi
Portúgal.
Króatía.
Kýpur. *pantað* Doddi
Þýskaland. *pantað* Hilmar
Rússland. *pantað* Dísa
Spánn. *frátekið* Magga
Ísrael. *pantað* Atli
Holland. *pantað* Ella
Bretland. *pantað* Gummi
Úkraína.
Grikkland.
Noregur.
Frakkland. *pantað* Hrafnkell
Pólland.
Lettland.
Belgía.
Eistland. *pantað* Íris
Rúmenía.
Svíþjóð. *pantað* Toggi
Slóvenía.

fimmtudagur, maí 22, 2003

Fann þetta á Eurovisionspjalli. Þetta er texti samansettur úr flestum nöfnunum á lögunum sem keppa. Þetta er skrifað af (Stoffel). Bara snilld!!!

Don't CRY BABY, but there are only two days left TO DREAM AGAIN about a wonderful esc!
Tomorrow, it's just ONE MORE NIGHT and we'll know that WE'VE GOT THE WORLD TONIGHT!
I'M NOT AFRAID TO MOVE ON when it comes to this, 'cause I know for sure I'll be FEELING ALIVE this Saturday in EVERY WAY THAT I CAN!
DON'T BREAK MY HEART now, let me enjoy this feeling, LET'S GET HAPPY, all of us!
All of you, GIVE ME YOUR LOVE and OPEN YOUR HEART, esc2003 will come soon!
When the EIGHTIES (are) COMING BACK, I'll NEVER LET YOU GO! HASTA LA VISTA baby will never appear in my dictionary!
There are so MANY WORS FOR LOVE, but only a few can describe the feeling I have about esc! No, DON'T ASK, DON'T FEAR, it's a good feeling of course!
Now, TELL ME, will you be singing NANANA all night long? Or will the Martians be screaming "SANOMI" as their HELLO FROM MARS?
There are NO BORDERS any more, I wanna give you THE MOON AND THE STARS, but all I can say is....
ENJOY ESC2003 as much as I will :-)

Snilld snilld snilld ;o)

þriðjudagur, maí 20, 2003

B.T.W. ég og Dísa erum búnar að gera svo margar kórónur að þær verða bara skylda á hausinn á öllum sem mæta á svæðið ;o)
Djísús laugardagurinn er að nálgast. Allir til í geimið?
En í gær fékk ég einkunnirnar mínar og ég náði öllum prófunum og er þar með pottþétt að fara á Bifröst í haust. Og nú ætla ég að vera montrass eins og Druslan segir alltaf og tilkynna að ég er alveg rosa klár ;o) Ég fékk 9 í ensku. 10 í bókfærslu og 10 í stærðfræði. Taddara. Ég held ég megi alveg vera montin og Dísan má alveg kalla mig montrass það sem eftir er. Hún er bara abbó hahahahhaha ;D Þannig að það verður fagnað enn eina ferðina á laugardaginn.
En þeir sem ætla að vera með í bollugerðinni á laugardaginn verða að koma til mín 500 kalli fyrir laugardag annars verðið þið ekki með og getið þá bara sötrað eigin bjór. Dúdú það er spurning hvort þú getir athugað með BeggAtla og Spödda þar sem ég efa að þeir lesi þetta.
En mig dreymdi Eurovision í nótt (wonder why...) og haldiði ekki að Rússalessurnar í t.A.T.u hafi ekki sigrað og Birgitta var í 3ja sæti. Ágætisúrslit það. Þannig að ef þetta stenst þá er Dísan búin að vinna keppnina. Til hamingju með það Dísa mín.
Jæja ætla að halda áfram að þvo þvott.

Over and out
EuroAWAY.........................

sunnudagur, maí 18, 2003

Ég er orðin svo spennt, svo spennt, svo spennt........... Lalalalalala
Ég er að gera kórónur með fánum á. Vill einhver Eurovision-kórónu???

föstudagur, maí 16, 2003

Hvernig er þetta með ykkur? Ætlar enginn nema ég, Dísa, Ella og Sleikjó að vera með í þessari bollugerð? Og hvernig eigum við að haga verðlaunum fyrir vinningslagið? Allir að koma með hugmyndir!!!!
Toggi minn, þú átt eftir að velja þér lag esskan!

fimmtudagur, maí 08, 2003

Hvernig væri að við mundum nurla saman í bollu í Eurovision-partýinu. Er einhver til??? Svo verða allir að fara að vinna í fánunum sínum..... Ég er sko byrjuð, og það verður ekkert slor!!!!!
Hahahahaha ég og Gústi keyptum okkur 2 miða í Víkingalottóinu í gær og gátum ekki ákveðið hvort okkar ætti hvorn þannig að við ákváðum bara að eiga báða saman. Og vitið menn við vorum með 3 tölur réttar í jókernum og unnum 10.000 kall. Víha þetta er bara lukku-vika hjá manni ;o) Nú verður bara djammað á laugardaginn mar......

mánudagur, maí 05, 2003


Bara

Þar til EUROVISION byrjar!!!!
Jæja Ellan greip Holland glóðvolgt. Ég held hún komist langt!!!
Svo ætlar Spöddi að velja lag í kvöld. Hvernig er með restina af genginu????
Hey gleymdi að segja ykkur að ég var með 4 rétta í Lottóinu um helgina. Fæ samt bara 10.000 kall. Ekki var það nú mikið!!!
Sjúkk mar. Ég var dæmd í rétti í árekstrinum sem ég lenti í um daginn. Nú er bara að láta gera við beygluna og ég fæ bílaleigubíl á meðan. Víha!!!
En það er nú ekki rétt hjá henni Írisi að öll góðu lögin séu búin. Eistland er nú ágætislag og svo er audda "One more night" frá Hollandi og "Hasta la vista" frá Úkraínu. Rúmenía kemur nú sterkt inn líka og Lettland er nú líka í lagi. En hvernig er þetta með restina af Nördunum, ætla þeir ekkert að mæta??
Dúdú: hvernig gengur að redda fánum fyrir liðið???