RebZ, villikisi með meiru :o)

Of mikið af húsverkum valda heilaskaða....

laugardagur, júní 24, 2006

Hvalaskoðun.is "Húsavík hvað????"

Ég hef ákveðið að stofna fyrirtæki, og já það mun heita Hvalaskoðun.is. Held nafnið segi sig sjálft. Ég mun sjálf verða forstjóri fyrirtækisins (sem uppfyllir þar með umsókn 2 í lífsgæðakapphlaupi mínu) og sinna einnig helstu erindum fyrirtækisins sem eru að jafnaði hvalasýningar, jafnt í baði sem á þurru landi ásamt helstu skipulagningu á að flytja hvalinn landshorna á milli. Ef óskað er eftir einkasýningum hafið samband á netfangið villikisi@hotmail.com. Með von um frábærar móttökur á nýju frábæru fyrirtæki :) Hér þarf enginn að kveljast af sjóveiki þar sem sýningin fer fram á þurru landi ;)

Achhhhhh

föstudagur, júní 23, 2006

Umsóknir

Eftirfarandi 3 stöður í lífsgæðakapphlaupi mínu eru lausar til umsóknar:
  1. Íbúð - laust til umsóknar
  2. Starf - laust til umsóknar
  3. Sálufélagi - laust til umsóknar

Skilyrði:

  1. Einbýlishús í Kópavogi
  2. Forstjórastaða
  3. Perfection :)

Skilyrði verða endurskoðuð ef engin umsókn uppfyllir skilyrði.

Umsóknir berist fyrir 1. júlí á tölvupóstfangið villikisi@hotmail.com

:)

fimmtudagur, júní 22, 2006

SEX AND THE CITY

Er hægt að ryksuga fólk út? Nei ég bara spyr. Ryksugupokinn sprunginn, ætli það séu mannaleifar í honum? Well don’t know en náði allavega rykuga kóngulóarvefnum uppi á gardínustöng niður með ryksugunni þó pokinn væri sprunginn, varla af ofnotkun síðustu mánaða. Held svarið sé, treystu engum nema sjálfum þér! Og já ryksjúg bætir skapið um helming :)

Næsta laugardag ætla Kotaskvísurnar að skella sér út á lífið í borg óttans. Og já það verður sko SEX AND THE CITY kvöld. Ætlum að hittast og að sjálfsögðu drekka Cosmo og skella okkur út að berja undurfagra borgarstráka augum, huhhhh eða þannig. Þeir bestu eru að sjálfsögðu alltaf giftir eða hommar, kannski allt í lagi að skoða matseðilinn þó :)

Það er víst þannig hjá fólki í New York að það er alltaf að leita að þremur hlutum. Vinnu, íbúð eða sálufélaga. Sumir hafa þetta allt, aðrir ekki. Hvernig er það, ef þú átt 2 af þessum þremur hlutum ertu þá sátt/ur? Nei það er enginn sáttur nema að eiga þá alla 3, og jafnvel ekki einu sinni þá því sífellt er verið að leita að einhverju betra. Ef þú trúir að þú getur alltaf gert betur, á það við um þessa hluti líka? Ertu þá stanslaust í leit að betri hlutum en þú hefur nú þegar? Er lífsgæðakapphlaupið að gera útaf við fólk í nútímanum? Nehhh bara svona vangaveltur dagsins :)

En svo við höfuð það á hreinu girlur, stutt pils, háir opnir skór og fleginn bolur skylduklæði næsta laugardagskvöld! Og já Guðrún ég veit við búum á Íslandi en ekki í New York, but who cares? Gerum þetta með stæl ;)

L8er

miðvikudagur, júní 21, 2006

Nýr tímapunktur

Já mér leiðist, einfaldlega drulluleiðist. Það er svo skrítið að vera komin heim. Samt eitthvað svo eðlilegt. En þegar komið er á Bif fattast að þar er einfaldlega ekkert að gera. Í Shanghai var þó alltaf hægt að skreppa eitthvað út þegar manni leiddist. Á feikmarkaðinn að gleðja sig með nýjum Puma skóm eða nýrri Gucci tösku, já eða bara taka leigara niður á People’s square til að skoða mannlífið. Já manni leiddist ekki í Kína. Ég er þannig manneskja sem þarf helst alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. Gæti verið kallað ofvirkni á nútímamáli ja eða bara virkni, tel mig svosum ekkert vera neitt ofvirka á minn mælikvarða. Mér finnst ósköp gott að vera sófi annað slagið en þess á milli er ég svo eirðarlaus að ég á einfaldlega bágt. Þannig er staðan í dag hjá mér. Ég er komin á Bif og byrja ekki í skólanum fyrr en næsta mánudag og hef einfaldlega ekkert að gera. Nú koma Spider og sudoku sterk inn en meira að segja ég get fengið nóg af því. Kannski er röflið hér að neðan afleiðing af of miklum bored-ness. Ég á það nefnilega til röfla þegar mér leiðist.

Annars er það að frétta að ég fékk skólastyrk aftur fyrir framúrskarandi námsárangur síðustu 2 ár. Var reyndar í öðru sæti að þessu sinni en ég er sko meira en sátt þar sem þónokkur skólaleiði hefur dvalið í mér síðustu misseri. Næsta haustönn verður víst ekkert voða erfið hjá mér. Ég mun skrifa BS ritgerðina og vera í einu fagi í fjarnámi. Og svo bara útskrift um jólin. Já þetta er að verða búið. Ótrúlegt þar sem mér finnst svo stutt en líka svo langt síðan ég flutti hingað. Og þar sem ég þarf ekki að mæta í skólann næsta haust er ég farin að gæla við það að flytja bara í bæinn og skrifa ritgerðina þar. En þá koma íbúðarmálin til sögunnar. Það er ekkert grín að fá leiguíbúð í bænum. Þannig að ef þið vitið af íbúð (ef einhver er að lesa þetta þ.e.a.s.) endilega látið mig vita.

Já og svo með bloggið. Ég hef kosið að halda áfram með þessi síðu fyrir blaðrið mitt en nota hina fyrir myndir. Ég er búin að halda þessari síðu uppi í nær 4 ár þannig að ég tími einfaldlega ekki að fara frá henni, hún er orðin svo stór hluti af lífi mínu :)

Well röfli dagsins er lokið
Ble
Lífið eða ólífið????

Ég hef horft á þó nokkuð marga Sex and the city þætti að undanförnu og að sjálfsögðu verðu maður fyrir áhrifum. Ég er einn af þeim rithöfundum sem fæ mínar bestu hugmyndir og já hin heilu bókverk uppi í rúmi áður en ég sofna en að sjálfsögðu kemur ritstíflan upp um leið og ég sest niður fyrir framan tölvu. Öll þau snilldar komment sem koma upp sem og hinar heilu sögur sem spinnast fara um lönd og leið þegar ég ætla að festa þær á prent. Hér koma þó hugsanir kvöldsins, óhugsaðar en þó svo hugsaðar.....

Hvers virði eru vinir í dag? Gæti verið stór spurning en einnig smá. Vinir standa saman í einu og öllu, eru kannski ekki alltaf sammála en virða þó skoðanir hinna. Vinir sjá þegar þér líður illa og þótt þeir hafi ekki orð á því þá reyna þeir að sjá til þess að þér líði betur. Vinir rökræða en komast þó ekki alltaf að sömu niðurstöðunni. Vinir hafa oft mjög ólíkar skoðanir en þegar á botninn er hvolft þá skiptir það ekki máli, þið eruð jú vinir remember :)

Karlmenn???? Já þar kemur spurningamerki því þeir eru einfaldlega spurningamerki. Hvað gerir karlmenn eftirsóknarverða í dag? Er það útlitið? Brúnka, flott klipping, vel skorinn líkami og flott föt? Jújú þetta skiptir að sjálfsögðu allt máli en hvað liggur undir því???? Áttu börn? Getur þessi karlmaður tekið þínum börnum, kannski ekki eins og sínum eigin, bara tekið þeim já eins og þau eru, óháð og sjálfstæðar verur? Hugsar þessi maður um hvað þig vantar? Hefur hann hug á því hvað þig langar eða hvað það er sem þig dreymir um? Ég hef séð ófá dæmi um hin fullkomnu sambönd síðustu mánuði en að jafnaði einnig þau ófullkomnustu. Það eru oft þessir litlu hlutir sem margir munu aldrei koma til með að sjá sem einkenna þessi góðu sambönd. Þessu litlu hlutir sem flestir karlmenn telja að skipti ekki máli. En svoooo oft skipta þeir máli. Finnurðu úldið grænmeti í ísskápnum eða færðu uppáhaldsmáltíðina þína þegar þú kemur heim? Spurning, ósvöruð en þó umhugaverð.

Hvað er það sem gerir það að verkum að það sem er mikilvægast verður alltaf undir í umræðunni og í flestum mannlegum samskiptum? Þá er ég ekki einungis að tala um sambönd heldur einnig fjölskyldubönd, náin sem ónáin. Hvað er það sem gerir fólk blint á það sem skiptir máli í dag? Er það nútíminn eða fortíðin? Að standa með þeim sem eiga um sárast að binda frekar en að blokka það úti vegna gamalla deilna, og já skella sér í skemmtiferð, er það óhugsandi eða bara tillitsleysi og umhugsunarleysi? Stundum skil ég einfaldlega ekki lífið.

Too many questions, no answers :(

Ble