RebZ, villikisi með meiru :o)

Of mikið af húsverkum valda heilaskaða....

miðvikudagur, júní 21, 2006

Lífið eða ólífið????

Ég hef horft á þó nokkuð marga Sex and the city þætti að undanförnu og að sjálfsögðu verðu maður fyrir áhrifum. Ég er einn af þeim rithöfundum sem fæ mínar bestu hugmyndir og já hin heilu bókverk uppi í rúmi áður en ég sofna en að sjálfsögðu kemur ritstíflan upp um leið og ég sest niður fyrir framan tölvu. Öll þau snilldar komment sem koma upp sem og hinar heilu sögur sem spinnast fara um lönd og leið þegar ég ætla að festa þær á prent. Hér koma þó hugsanir kvöldsins, óhugsaðar en þó svo hugsaðar.....

Hvers virði eru vinir í dag? Gæti verið stór spurning en einnig smá. Vinir standa saman í einu og öllu, eru kannski ekki alltaf sammála en virða þó skoðanir hinna. Vinir sjá þegar þér líður illa og þótt þeir hafi ekki orð á því þá reyna þeir að sjá til þess að þér líði betur. Vinir rökræða en komast þó ekki alltaf að sömu niðurstöðunni. Vinir hafa oft mjög ólíkar skoðanir en þegar á botninn er hvolft þá skiptir það ekki máli, þið eruð jú vinir remember :)

Karlmenn???? Já þar kemur spurningamerki því þeir eru einfaldlega spurningamerki. Hvað gerir karlmenn eftirsóknarverða í dag? Er það útlitið? Brúnka, flott klipping, vel skorinn líkami og flott föt? Jújú þetta skiptir að sjálfsögðu allt máli en hvað liggur undir því???? Áttu börn? Getur þessi karlmaður tekið þínum börnum, kannski ekki eins og sínum eigin, bara tekið þeim já eins og þau eru, óháð og sjálfstæðar verur? Hugsar þessi maður um hvað þig vantar? Hefur hann hug á því hvað þig langar eða hvað það er sem þig dreymir um? Ég hef séð ófá dæmi um hin fullkomnu sambönd síðustu mánuði en að jafnaði einnig þau ófullkomnustu. Það eru oft þessir litlu hlutir sem margir munu aldrei koma til með að sjá sem einkenna þessi góðu sambönd. Þessu litlu hlutir sem flestir karlmenn telja að skipti ekki máli. En svoooo oft skipta þeir máli. Finnurðu úldið grænmeti í ísskápnum eða færðu uppáhaldsmáltíðina þína þegar þú kemur heim? Spurning, ósvöruð en þó umhugaverð.

Hvað er það sem gerir það að verkum að það sem er mikilvægast verður alltaf undir í umræðunni og í flestum mannlegum samskiptum? Þá er ég ekki einungis að tala um sambönd heldur einnig fjölskyldubönd, náin sem ónáin. Hvað er það sem gerir fólk blint á það sem skiptir máli í dag? Er það nútíminn eða fortíðin? Að standa með þeim sem eiga um sárast að binda frekar en að blokka það úti vegna gamalla deilna, og já skella sér í skemmtiferð, er það óhugsandi eða bara tillitsleysi og umhugsunarleysi? Stundum skil ég einfaldlega ekki lífið.

Too many questions, no answers :(

Ble

3 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home