RebZ, villikisi með meiru :o)

Of mikið af húsverkum valda heilaskaða....

miðvikudagur, júní 21, 2006

Nýr tímapunktur

Já mér leiðist, einfaldlega drulluleiðist. Það er svo skrítið að vera komin heim. Samt eitthvað svo eðlilegt. En þegar komið er á Bif fattast að þar er einfaldlega ekkert að gera. Í Shanghai var þó alltaf hægt að skreppa eitthvað út þegar manni leiddist. Á feikmarkaðinn að gleðja sig með nýjum Puma skóm eða nýrri Gucci tösku, já eða bara taka leigara niður á People’s square til að skoða mannlífið. Já manni leiddist ekki í Kína. Ég er þannig manneskja sem þarf helst alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. Gæti verið kallað ofvirkni á nútímamáli ja eða bara virkni, tel mig svosum ekkert vera neitt ofvirka á minn mælikvarða. Mér finnst ósköp gott að vera sófi annað slagið en þess á milli er ég svo eirðarlaus að ég á einfaldlega bágt. Þannig er staðan í dag hjá mér. Ég er komin á Bif og byrja ekki í skólanum fyrr en næsta mánudag og hef einfaldlega ekkert að gera. Nú koma Spider og sudoku sterk inn en meira að segja ég get fengið nóg af því. Kannski er röflið hér að neðan afleiðing af of miklum bored-ness. Ég á það nefnilega til röfla þegar mér leiðist.

Annars er það að frétta að ég fékk skólastyrk aftur fyrir framúrskarandi námsárangur síðustu 2 ár. Var reyndar í öðru sæti að þessu sinni en ég er sko meira en sátt þar sem þónokkur skólaleiði hefur dvalið í mér síðustu misseri. Næsta haustönn verður víst ekkert voða erfið hjá mér. Ég mun skrifa BS ritgerðina og vera í einu fagi í fjarnámi. Og svo bara útskrift um jólin. Já þetta er að verða búið. Ótrúlegt þar sem mér finnst svo stutt en líka svo langt síðan ég flutti hingað. Og þar sem ég þarf ekki að mæta í skólann næsta haust er ég farin að gæla við það að flytja bara í bæinn og skrifa ritgerðina þar. En þá koma íbúðarmálin til sögunnar. Það er ekkert grín að fá leiguíbúð í bænum. Þannig að ef þið vitið af íbúð (ef einhver er að lesa þetta þ.e.a.s.) endilega látið mig vita.

Já og svo með bloggið. Ég hef kosið að halda áfram með þessi síðu fyrir blaðrið mitt en nota hina fyrir myndir. Ég er búin að halda þessari síðu uppi í nær 4 ár þannig að ég tími einfaldlega ekki að fara frá henni, hún er orðin svo stór hluti af lífi mínu :)

Well röfli dagsins er lokið
Ble

2 Comments:

  • At fim. jún. 22, 12:12:00 f.h. 2006, Anonymous Nafnlaus said…

    Hey, ekki láta þér leiðast, skólinn fer alveg að byrja :o) og talandi um fake markað hmmmmm... þá datt mér í hug, búum við ekki á einum stórum fake markaði hér. Er farin að halda það eftir atburði undanfarinna daga. Verst að það fáist ekki Gucci töskur hér... hressum okkur upp um helgina, ekkert annað!

     
  • At fim. jún. 22, 12:16:00 f.h. 2006, Blogger RebZ said…

    ójá stóran hressing vantar. Klaufslettingar um helgina vííí

     

Skrifa ummæli

<< Home