RebZ, villikisi með meiru :o)

Of mikið af húsverkum valda heilaskaða....

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Keisari er fæddur :)

Sko ég sagði að ekki mætti vanmeta kreistuhæfileika mína :) Þetta tókst hjá mér, HANN er kominn í heiminn
:) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :)

Fór til Mörgæsar í dag að kreista, hún fékk hríðir og allir upp á spítala klukkan 10 í kvöld. Kreist og puðað til að verða hálf 3 þegar sá litli var orðinn of þreyttur fyrir okkur og því var Mör send í acut keisara og fengum því ég og Selur ekki að vera með. Prinsinn kom í heiminn 2:40 í nótt, 4132 grömm sem gera rúmar 16 og hálfa merkur (mörk...... hmmm hvernig er hálf svona eining skilgreind???) Allavega þá var ekki búið að mæla lengdina áðan en mér fannst hann bara pogguponsu lítill. Ég og Selur fengum að sjá hann stuttu seinna og hann var sko algjört krútt (og bara hafa það á hreinu að það fór EKKI að klingja í neinum bjöllum hjá minni!!!!!! hann er samt ÆÐI). Svo fylgdum við Möggs upp á gjörgæslu en þar þurfti hún að vera í ca. 2 tíma meðan hún var að vakna úr svæfingunni. Þar kvaddi ég þau og fór heim enda orðin ansi lúin. Svo er bara að vona að ég fái að skoða hann betur á morgun. Innilega til lukku Mörgæs, Selur og Mjúki my lobster, hlakka til að fá að knúsa hann í klessu :)

Well farin í bæli eftir frábæra nótt :) Ble

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home