RebZ, villikisi með meiru :o)

Of mikið af húsverkum valda heilaskaða....

miðvikudagur, september 25, 2002

SPURNING DAGSINS: Hvað er ást?

Þar sem ég hef svo geðveikt mikið að gera þessa dagana þá les ég mikið af bókum. Ég er búin með ógrynnin öll af bókum, sögu úr Bosníustríðinu, ófáar Sidney Sheldon bækur, ástarsögur Daniel Steel og er nú komin í Grænu skáldsögurnar. Almáttugur, þvílíkar vellur. Sagan sem ég er að lesa núna gerist rétt eftir stríð Norðurríkjanna og Suðurríkjanna þar sem Norðurríkin höfðu sigur og afléttu þrælahaldi. Þetta er væmin ástarsaga um par sem ekki gat verið saman. Hér á eftir kemur smá kafli úr bókinni og ég vil comment á þetta. Er slík ást til í raun og veru?

"Enda þótt hann bærði varirnar til að andmæla, vissi hann það með sjálfum sér, að það yrðu aðeins innantóm orð. Honum var ljóst, að hann mundi aldrei geta yfirgefið þessa stúlku. Á henni hvíldi sú eðlisbölvun, að ástríður hennar voru margfalt heitari og trylltari en venjulega gat talist með konum, - og hann mundi aldrei geta yfirgefið hana. Auk þess var hún svo töfrandi næm í ást sinni, að það hrærði þá innstu strengi sálar hans, sem jafnvel ástríðutöfrar hennar létu ósnortna, tengdu þá svo innstu strengjum hennar eigin sálar, að andardráttur hans varð einnig andardráttur hennar, hjartsláttur hans hennar hjartsláttur og sérhvert sársaukaviðbragð annars þeirra báðum svo sameiginlegt, að þar gat ekki verið um neinn lengri eða skemmri aðskilnað tveggja persóna að ræða í þess orðs venjulegri meiningu heldur aðeins persónuklofning. Og hann mundi óhjákvæmilega hafa þær afleiðingar í för með sér, að hvorugt þeirra héldi sínum persónulegu lífseinkennum eða eðli, heldur mundu þau hvort um sig hjara sem formvana, máðir skuggar, sem veikur, óþekkjanlegur bergmálsómur þeirra fyrri tilveru..."

Heitar ástríður, Frank Yerby

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home