RebZ, villikisi með meiru :o)

Of mikið af húsverkum valda heilaskaða....

þriðjudagur, október 01, 2002

Hmmm ég fékk skilaboð í hádeginu frá vit.is. "Þú ert ekki í lagi stelpa :) " Ég hef nú alla tíð vitað það en hver er svo skemmtilegur að minna mig á það svona nafnlaust. Það er örugglega einhver voða fyndinn sem veit hvað ég er ofbjóðslega forvitin og sá hinn sami er örugglega alveg ný búinn að komast að þessu. En eins og ég segi þá veit ég vel að ég er sko ekki í lagi og flestir sem þekkja mig vita það líka. Þar sem ég er að andast úr forvitni hver það sé sem er að komast að sannleikanum um mig, (loksins), þá bið ég þann sama að endilega koma með svona frábær comment undir nafni. Engan roluskap nálægt mér takk!!! En annars var ég voða glöð að þessi mannfreskja kallaði mig stelpu ;o)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home