RebZ, villikisi með meiru :o)

Of mikið af húsverkum valda heilaskaða....

fimmtudagur, október 17, 2002

Snilld, snilld, snilld, gargandi snilld. Ég , Dísa og Dúddúinn skelltum okkur í Fimbulfamb í gær. Djö…. snilldar spil. Þetta er blekkingarleikur þar sem fram koma voða skrítin íslensk orð og allir eiga að giska á meiningu þess eða bara að bulla eitthvað og svo eru öll svörin lesin upp ásamt réttu svari og allir eiga að giska á rétt svar. Ef einhver giskar á þína skýringu þá færð þú stig. Ég ætla að telja upp hér svörin og leyfa ykkur að brjóta heilann um hvað af þessu sé rétt!!! Þetta er kannski svolítið langt.

· Keilubróðir:
1. Rör sem blásið er í þegar notast er við keilu í glerblæstri.
2. Fiskur af þorskaætt.
3. Stafir í augum, sbr. Keilur og stafir.
4. Flothringir á neti.
· Vogföll:
1. Hnappi á vog til að stilla hana af.
2. Mismunur raunverulegrar - og þyngdarleysisþyngdar.
3. Þegar sjór fellur að klettum við flóð.
4. Graftarrennsli.
· Skorkur:
1. Græðgi eftir langvarandi hungur.
2. Dónalegur maður.
3. Keila.
4. Matarlúga í gegnum rimla í fangelsi til forna.
· Efór:
1. Verkfæri notað við aflífun dýra.
2. Titill fimm æðstu embættismanna í Spörtu hinni fornu.
3. Frumefni.
4. Horfin pilla (E-pilla).
· Rassvés:
1. Ljótt skegg.
2. Jórturvél.
3. Læti, fyrirgangur.
4. Andlit sem líkist helst afturenda.
· Pétang:
1. Hrukkur á enni.
2. Illa farið sjóskip.
3. Varningur sem rekur á land eftir skipsbrot.
4. Kúluleikur, svipaður bocchia.
· Biskupseista:
1. Mátleikur biskups af C6 að E8 í skák.
2. Æðahnútar á ofanverðu læri.
3. Lítill vöðvi á bóglegg sauðkindar.
4. Súrir hrútspungar.
· Plompasa:
1. Ávöxtur sem vex aðeins í Asíu.
2. Að ganga þyngslalega.
3. Fjórða stigið í frumuskiptingu strax á eftir metafasa-mítasa.
4. Förðunarvörur grískra kvenna til forna.
· Bantamvigt:
1. Vogarskálar.
2. Þungi per 10kg á karlmönnum sem stunda súmóglímu.
3. Þyngdareining af þýskum uppruna, notuð af þýskum sjómönnum við Ísland á 19. Öld.
4. Þyngdarflokkur hnefaleikara (51-54kg).
· Skoffín:
1. Hnappar á íslenska þjóðbúningi karla.
2. Kistill notaður undir verkfæri, oftast trésmiðum.
3. Stór taska.
4. Þjóðsögulegt dýr, afkvæmi refs (sem föður) og kattar.
· Hlennimaður:
1. Smiður.
2. Annað orð yfir stafkarla og flakkara fyrr á öldum.
3. Ræningi.
4. Karlkyns flenna.
· Kaldél:
1. Kaka.
2. Ört vaxandi frost.
3. Þegar snjóar fyrir ofan frostmark.
4. Hríð eftir miklar rigningar.
· Kjanna:
1. Keltnesk súpuskál.
2. Að blóðga fisk.
3. Að kljúfa steinbítshaus.
4. Að tala ofaní aðra.
· Viðganga:
1. Þola.
2. Að gangast við orðnum hlut.
3. Atlaga, árás.
4. Sætti á komandi aðgerð.
· Fustanella:
1. Blóm.
2. Lítið blóm sem blómstrar á haustin í sama ættbálki og bláklukka.
3. Hnésítt, mjög vítt, fellt, hvítt bómullarpils fyrir karlmenn.
4. Jurt af Brösugrasaætt.
· Gyðingseyra:
1. Smákaka.
2. Sveppategund sem algeng er á gömlum trjám í Bretlandi.
3. Der á húfu.
4. Manneskja sem ekki tekur öllu gefnu.
· Sjávarpunktur:
1. Sjóndeildarhringur.
2. Grastegund sem þolir að kaffærast í sjó. Þekkist ekki hér við land.
3. Sjavarmál.
4. Hæðin við sjávarmál.
· Bólma:
1. Sjúkdómur skyldur Ebóla.
2. Bóluefni við svarta dauða.
3. Að sofa fast og hrjóta
4. Að fóðra föt með ull.
· Félúka:
1. Rostungur.
2. Fremur lítið og mjótt seglskip sem notað er á Miðjarðarhafi og á Níl.
3. Var talað um hendur á bankastjórum.
4. Járn unnið úr mýrarauða.
· Skvolgra:
1. Að gráta lágum róm.
2. Stríðsvopn Rómverja.
3. Að skola innan úr ílátum.
4. Þamba.
· Kalótýpa:
1. Fjölskrúðug manneskja.
2. Þríeygður maður.
3. Dýr náskylt antilópu en með hærra bak.
4. Elsta tegund af neikvæðri ljósmynd, gerð eftir aðferð W.H.F. Talbott.
· Malkus:
1. Freðmýri í regnskógum.
2. Spænskur dans.
3. Eyrnalaus pottur eða eineyrður pottur; sbr. Malkus, nafn á þeim þjóni æðsta prestsins sem missti eyrað (sbr. Nýja testamentið).
4. Barmmerki.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home