Jæja var að koma heim úr brillíant ferð um óbyggðir Íslands. Þokkalega geggjaður sólarhringur. Við fórum á Gullfoss og Geysi og við vorum látin síga niður kletta við Gullfoss. Fórum á vélsleða á Langjökli og gistum í ferðaskála sem var hvorki með rennandi vatni eða rafmagni. Þessi skáli er þekktur fyrir draugagang. Búúúúúú. Þokkalega kalt allan tímann en samt slapp þetta fínt. Kolla og Hálfdán komu með í ferðina og ég vil bara segja að þetta eru pottþéttir krakkar. Svo var Ívar myndatökumaður með í för í flottustu buxum norðan Alpafjalla ;o) Einnig frábær gaur. Svo voru leiðsögumennirnir okkar þeir Kalli og Jói frá Íslenskum ævintýraferðum. Þeir stóðu sig æðislega og gerðu ferðina ógleymanlega. Svo kom í ljós að þeir eru líka frábærir kokkar! Við fengum 3ja rétta máltíð sem bragðaðist með eindæmum vel. Gítarinn var með í för og strákarnir kveiktu varðeld úti og við sungum hástöfum og drukkum bjór.
Kalli og Jói eru eins og gangandi alfræðiorðabækur um Ísland. Þeir gjörsamlega vissu allt og við fengum ófáa fróðleiksmola í ferðinni. Kiðlingasagan var samt best ;o)
En svo var audda deitið mitt, hann Jón Freyr. Frábær strákur í alla staði. Rosa sætur en kannski smá feiminn. Bæti úr því á föstudaginn þegar við förum á Skólabrú. Læt hann opna sig alveg upp á gátt!!!!
Jæja þetta var svona nett lýsing á ,eins og ég sagði áðan, "brillíant ferð".
Þakka fyrir mig (",)
Kalli og Jói eru eins og gangandi alfræðiorðabækur um Ísland. Þeir gjörsamlega vissu allt og við fengum ófáa fróðleiksmola í ferðinni. Kiðlingasagan var samt best ;o)
En svo var audda deitið mitt, hann Jón Freyr. Frábær strákur í alla staði. Rosa sætur en kannski smá feiminn. Bæti úr því á föstudaginn þegar við förum á Skólabrú. Læt hann opna sig alveg upp á gátt!!!!
Jæja þetta var svona nett lýsing á ,eins og ég sagði áðan, "brillíant ferð".
Þakka fyrir mig (",)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home