Djí hvað getuleysi mitt er farið að segja til sín. Ekkert blogg í marga daga. Ég verð að fara að bæta úr þessu. Það er bara þannig að þegar maður hefur nægan tíma þá er svo svaðalega mikið að gera hjá manni að maður skilur bara grey blogg-lesarana útundan. Sorry esskurnar mínar. En ég ætla nú að reyna að rifja síðustu daga upp þannig að þið getið áfram fylgst með ;o) Well ég fór í búss búss bústað um helgina með Dísunni, Ellunni, Reyni og Dúdú. Fengum svo Tryggva, Hix og sambýling hans hann Arnar í heimsókn. Þá var sko haldið partý mar. Djúserí og danserí fram efitr morgni og svo audda pottasund. Allir skemmtu sér konunglega. Svo var lagst í rekkju og ég, Dísan og Ellan lokuðum bara inn til okkar. Strákarnir reyndu að opna þegar við vorum sofnaðar en hurðin stóð eitthvað á sér þannig að þeir héldu að við höfðum læst. Hehe og Dúdú snillingur reyndi að pikka upp lásinn en ekkert tókst þannig að þeir fóru bara að sofa í sínum eigin rekkjum en grey Hix var settur í stofusófann og fraus hann þar í hel. Um hádegi þegar við vorum að skríða á fætur fundum við Hixinn í sófanum þannig að við tóku björgunaraðgerðir til að fá hann aftur til lífs. Var honum pakkað inn í rúmið hjá mér og Dísu og var hann afþýddur þar. Svo fóru bara gestirnir frá okkur þegar Hixinn var kominn til lífs aftur. En á laugardagskvöldið grilluðum við alveg rosa fínt kjöt sem Reynir reddaði. Alveg himneskt gott. (Huhumm ok Dúdú sá um að grilla) Svo var bara jórtrað fram eftir kvöldi og tekið í spil. (Villi spæta sló í gegn hahahahaha). Svo var farið í pottinn og bara beint í rúmið eftir nokkurra tíma marineringu þar. Sunnudagurinn var notaður í afslöppun og svo var bara bústaðurinn tekinn í gegn og allt þrifið. En svona endar saga helgarinnar. Ég ætla að publish-a þessu núna. Hef samt meira að segja sko.......
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home