RebZ, villikisi með meiru :o)

Of mikið af húsverkum valda heilaskaða....

sunnudagur, mars 23, 2003

Jæja það er heljarsaga frá föstudagskvöldinu. Þetta byrjaði allt á því að ég fór með Mör söster á Tapas að borða. Mör var að bjóða mér þar sem hún átti 10.000 kr. gjafabréf þarna. Og við bara pöntuðum fullt af kokkteilum og rosa góðan mat líka. Sátum þarna til 11 og fórum þá á Dubliners þar sem deCODE var með bjórkvöld sem var nú frekar illa sótt. Það voru 6 manns mættir þegar við komum en svo var fólkið að skríða inn rétt fyrir 12. Þar vorum við bara og sötruðum bjór og ég, Mör og Christian fórum á bullstigið og útkoman var hjólalopapeysa með fastan fjólubláan lit sem skolast ekki úr í rigningunni og svo yrðu lærin etin eftir niðurskurð fyrir hjólin. Ok þetta er kannski smá einkahúmor.....
En svo hittum við fólk frá Bretlandi sem eru eins konar Eurovision elskendur. Nett gaman að spjalla við fólk sem veit ALLT um Eurovision. Þau kunnu meira að segja öll íslensku lögin. Svo röltum við systur á Hlölla þar sem Söster fékk sér einn feitan og hann Hlölla-Svabbi vinur okkar var að vinna og hann var bara alveg gáttaður. Sagði bara að ég og Dísan værum bara alveg hurfnar úr mannlífi næturlífsins!!!!! Skrítið að heyra þetta en kannski smá satt samt. Við erum búnar að vera extra rólegar upp á síðkastið. En jæja á þessum tímapunkti vildi Mörið fara heim og lét Selinn sækja sig en Lufsan vildi vera áfram. Labbaði því ein á Thorvaldsen þar sem ég vissi að eitthvað af þessu deCODE liði hafði farið þangað. Og audda fór ég að bulla við einhverja gaura í röðinni og endaði bara á að djamma með þeim það sem eftir var kvölds. Þegar okkur var hent út af Tollanum fórum við á Victor í klakaslag mikinn. Geggt fjör. Svo var bara haldið heim á leið þegar morguninn. Geggjað skemmtilegt kvöld í alla staði.

Well SKATTaway!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home