RebZ, villikisi með meiru :o)

Of mikið af húsverkum valda heilaskaða....

fimmtudagur, mars 20, 2003

Jæja mar er bara orðinn óvirkur bloggari. Það er bara þannig þegar maður hefur ekkert að segja. Það er víst ekkert öfga mikið í gangi þessa dagana nema kannski bara draumaheimur um Bjartsýnislandið. Það er víst alltaf gaman að hugsa um það. Ég er þokkalega flutt í huganum. Vantar bara labbtoppið til að fullkomna ímyndunarheiminn minn. Þannig er nú það: Lufsan liggur bara alla daga og lætur sig dreyma um komandi skólagöngu. En hvernig er með ykkur hin þarna úti? Ekki fær maður fréttir í gestabókina. (Huhumm skot á Danaveldið sko!!!).
En svo skemmtilega vill til að það verður lið frá Bifröst í Djúpu á morgun þannig að ég, frumfruman, verð að sjálfsögðu að berja liðið augum. Það hefði nú bara verið best að geta mætt til að skoða liðið en það er víst róleg helgi framundan í snúðabakstri og teiknimyndaglápi, já og ekki má gleyma keiluferðinni sem verður á laugardaginn. En aftur að Djúpu: það verða víst 3 single gæjar að keppa. Vúhú vonandi verður nú eitthvað varið í þessa tilvonandi frumufélaga!!! Ég bíð allavega spennt!!!

Well FRUMaway!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home