RebZ, villikisi með meiru :o)

Of mikið af húsverkum valda heilaskaða....

sunnudagur, mars 02, 2003

Jæja púff hva mar er þreyttur. Í gær var sko skálað í kampavíni. Ég held að við höfum átt það skilið. Kíktum í partý til Nördanna og fórum svo í bæinn. Kíktum fyrst á Thorvaldsen þar sem Beggi Nörd með meiru ætlaði að koma okkur á einhvern lista. Mar á greinilega ekki að komast þarna inn nema vera maður með mönnum sko. Þegar við mættum voru 2 raðir og við bara fórum í aðra röðina. Beggi var víst kominn inn. Svo loks þegar röðin kom að okkur þá var dyravörðurinn bara með skæting og sagði okkur vera í rangri röð þar sem þetta var VIP röðin. Hvað veit hann hvort við séum VIP lið eða ekki. Djö.. aumingi var þessi maður. Það var ekki eins og röðin hafi verið merkt. Svo var einhver heimsk ljóska sem var með einhverja fáranlega möppu og labbaði um og valdi fólkið sem fékk að fara inn. Greinilega einhver rosa eftirsóttur listi sem hún hélt þarna á. En þessi tvö héldu greinilega að þau væru eitthvað rosa merkileg. Hvað margt fólk getur verið grunnhyggið og með endalausa valdafíkn. Jæja loks kom Beggi út og smellti fingrum og tókst að tala dyravörðinn á að hleypa okkur NOT VIP fólkinu inn. En þá byrjaði Doddinn með einhver læti þar sem þetta fólk var illa mikið að pirra hann þannig að honum var meinaður aðgangur að þessum guðdómlega stað. Þannig að við fórum inn í augnablik bara til að sjá geðveikina sem gekk á þarna inni. Gjörsamlega pakkað út að dyrum og maður hreyfðist bara með straumnum og fann sig kannski allt í einu á dansgólfinu þótt maður hafi ekkert verið að stefna þangað. En við gáfumst fljótt upp og ákváðum að fara út að róa Doddann sem var búinn að hringsóla um eitthvað blómakar ansi æstur. Til að friða hann fórum við á Astro og skemmtum okkur bara fínt. Mikið dansað og tjúttað og þar hittum við fröken ömó.is (sorry Doddi, en hún var hræðilega leiðinleg mar). Svo skelltum við okkur bara í kommúnuna og Dísan bakaði þessa líka brillíant pizzu fyrir svanga fólkið. Svo var bara sofið fram að hádegi en þá tók við gítarspil mikið og stríðsleikur að venju milli Dodda og Hix-ins. Djí hvað það er hægt að hlæja að þessum vitleysingum. Þeir eru algjör gull!!!!

Svo í kvöld skellti ég mér í bíó með Hix og Doddanum á myndina The ring. Ég bjóst við einhverju rosalegu og var alveg búin að undirbúa raddböndin eins og ég gat. (Ég er nebblilega rosa hávær þegar ég horfi á svona bregðumyndir) en ótrúlegt en satt þá kom bara ekki eitt öskur úr Lufsunni. Þetta var nú ekkert eins agaleg mynd eins og ég bjóst við. Hún var nú samt soldið spúkí. Svo er ég bara komin heim núna. Var ekkert að nenna í bæinn eða neitt og ætla bara að vera hér og glápa á imbann eða eitthvað. Jæja nóg af röfli í kvöld. Bið að heilsa vinum og venslamönnum ;o)

Bregð away!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home