RebZ, villikisi með meiru :o)

Of mikið af húsverkum valda heilaskaða....

mánudagur, júní 23, 2003

Jæja þá er mar kominn frá Mallorca og ekki seinna vænna en að halda áfram að pikka eitthvað inn hér. Ég ætlaði að semja örstutta ferðasögu en hún varð aðeins í lengri kantinum. Er reyndar bara komin á dag 2. Hef greinilega allt of mikið að segja. En hér birti ég ferðasöguna ef einhver nennir að lesa hana. Svo eru nokkrar myndir á leiðinni :o) Til að byrja með læt ég dag 1 duga.

Fimmtudagur - Dagur 1:
Lentum eitthvað um 3 leytið og okkur var skutlað beint upp á hótel. Þetta var svona lala hótel alveg við ströndina (ég mundi aldrei vera þar með börn en þetta var fínt fyrir okkur 2). Við skráðum okkur inn og fengum lykil að íbúð 318. Nú jæja við lufsuðumst upp með töskurnar og komum upp á 3ju hæð sem voru eiginlega bara langar svalir. Þar var íbúð 301 þannig að við sáum að við ættum langan gang fyrir höndum þar sem allar íbúðirnar sneru í sömu átt eða út á strönd. Við hófum langan gang eftir svölunum og loks þegar við komum að íbúðinni okkar þá brá okkur heldur betur í brún. Hurðin sneri í hina áttina!!! "Djísús hvaða ræstingakompa er þetta sem verið er að troða okkur í?" spurði Magga angistarfull. Ég sá fram á ömurlegt útsýni út á einhverja ljóta götu og þar að auki í norður, sem sagt engin sól á svölunum. Við vorum næstum farnar að gráta en hertum okkur upp og opnuðum skúringarkompuna. Og þá kom í ljós þessi fínasta stúdíóíbúð með svalir í suður. Hahahahaha þá var þetta bara endaíbúð með inngang röngu megin. Púff hvað við vorum fegnar mar. Þannig að við dröttuðumst í stuttbuxur þar sem enn var steikjandi sól úti og skelltum okkur niður í súpermarkað að kaupa bjór og aðrar nauðsynjar ;o) Fórum aftur upp í skúringarkompu til að ganga frá í ískápinn og fórum svo bara beint niður á strönd. Þar lágum við örugglega til 8 eða 9 um kvöldið. Lang besti tíminn til að liggja í sólbaði var eftir 6 þar sem þá var ekki eins heitt og mjöööög fáir á ströndinni. Stór plús þar sem við lágum og lásum og sötruðum smá bjór. Tíhí. Svo drifum við okkur upp á herbergi til að fara í sturtu og gera okkur smá fínar til að fara út að borða.
Ákváðum að labba bara strandgötuna þar til við finndum sómasamlegan veitingastað sem stæðist okkar átkröfur. Fundum loks stað sem okkur leist bara vel á. Hann hét Góndól-eitthvað. Fengum fína svínasteik og audda bjór með.
Svo fórum við bara að rölta eitthvað áfram þarna eftir strandgötunni í leit að einhverju fjöri. Það var allt morandi í ellismellum þarna að skemmta sér en við höfðum ekki mikinn áhuga á að setjast með þeim. Röltum alveg lengst út eftir en fundum ekkert fjör þannig að við ákváðum að fara bara heim að sofa svo við yrðum nú úthvíldar fyrir sólbaðið næsta dag. Fórum í nokkrar verslanir á leiðinni og þar gerði ég merkilegustu kaup ævi minnar. Ég keypti Lómó.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home