Jæja hvað er í gangi með mann. Mar er nettengdur allan sólahringinn og ekkert gerist á blogginu. Mar er bara steingeldur. En það er nú bara það mikið að gera í skólanum og að púsla þessu öllu saman er ekkert grín, þ.e. námi, heimilinu, krökkunum og djamminu!!!! Allavega er búið að minnka um einn hlut í lífi mínu þannig að nú er kannski smá meiri tími fyrir eitthvað annað og kannski það verði bara bloggið ;o) En hvernig er þetta með allt þetta fólk sem ætlaði að koma og heimsækja okkur í sveitina???? Enn hefur enginn nema Mör komið í heimsókn. Nú er bara skorað á Dúdú að fara að koma til okkar svo við getum bætt honum það upp að við gleymdum afmælinu hans *roðn* Sorry elsku Doddi okkar!!!! Þetta var svo óvart....... Þú veist að við elskum þig samt og við munum SKO bæta þér þetta upp. Láttu bara sjá þig sem fyrst ;o)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home