RebZ, villikisi með meiru :o)

Of mikið af húsverkum valda heilaskaða....

föstudagur, nóvember 14, 2003

SPEKI DAGSINS

Það var svo kalt úti að lögfræðingarnir voru með hendurnar í eigin vösum.

Bankamaður: Maðurinn sem lánar þér regnhlíf í sólskini og vill fá hana
til baka um leið og það fer að rigna. - Mark Twain

Innan um lausnir að flóknum vandamálum og aðstæðum er alltaf til ein lausn
sem er einföld og augljós - en yfirleitt vitlaus.

"Reynsla" er nafnið sem allir gefa eigin mistökum - Oscar Wilde

Ég reyni yfirleitt að forðast freistingar, nema ég standist þær ekki. - Mae West

Tíminn er góður kennari, en því miður þá drepur hann alla nemendurna - Hector Berlioz

Ég er í formi. Hringur er form....er það ekki?

Ef Nói hefði virkilega verið vitur, þá hefði hann drepið þessar tvær flugur.

Gallinn er, að í hana vantar hæfileikann til samræðna en ekki hæfileikana til að tala. - G. Bernard Shaw

Starfsmenn hins opinbera búa til störf fyrir hvora aðra.

Gagnrýnandi er fótalaus maður sem kennir hlaup. - Channing Pollock

Kristur dó fyrir syndir okkar. Eigum við að voga okkur að gera dauða hans
merkingarlausann með því að drýgja þær ekki? - Jules Feiffer

Ef að það er fast - notaðu þá afl. Ef að það brotnar, þá þurfti hvort sem er að skipta um það.

60 daga ábyrgð gulltryggir að varan eyðileggst á 61. degi.

Við lærum af reynslunni að maður lærir aldrei af reynslunni. - G. Bernard Shaw

Ekki giftast til fjár - þú getur fengið lánað á betri kjörum.

Það er alltaf best að segja sannleikann ... nema þú sért því mun betri lygari.

Leti er ekkert annað en vaninn að hvíla sig áður en þú verður þreyttur. - Jules Renard

Fellibylir eru Guðs aðferð við að segja okkur að hann hati hjólhýsi.

Hvað er annað orð yfir "samheiti"?

Sérhver maður er virkilega hamingjusamur tvisvar yfir ævina;
rétt eftir að hann hefur hitt fyrstu ástina sína, og rétt eftir að hann hefur yfirgefið þá síðustu. - H.L. Mencken

Hafðu orð þín mjúk og sæt, ef svo skildi fara að þú þyrftir að éta allt ofan í þig.

Þú getur þóst vera alvarlegur en þú getur ekki þóst vera fyndinn. - Sacha Guitry

Svartsýnismaðurinn kvartar undan hávaða þegar að tækifærin banka að dyrum.


Guð er dauður. – Nietzche

Nietzsche er dauður. – Guð


Eina skipti dagsins sem þú hallar þér aftur á bak og slakar á
er alltaf sami tími og yfirmaðurinn gengur fram hjá þér.


Að gera ekki neitt gerir þig þreyttan, þar sem þú getur ekki tekið þér pásu.

Ef að veröldin er leiksvið - þá vil ég fá betra handrit.

Ég reyndi að skipta yfir í tyggjó - það var bara svo andskoti erfitt að halda glóðinni logandi í því.

Ég hugsa ... hugsa ég; þessvegna hugsa ég að ég sé.

Ráðstefna um tíma-ferðir verður haldin fyrir tveimur vikum síðan.

Allir eiga rétt á mínu áliti.

Ef þú stelur frá einum höfundi er það ritstuldur; ef þú stelur frá mörgum eru það "rannsóknir".

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home