RebZ, villikisi með meiru :o)

Of mikið af húsverkum valda heilaskaða....

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Ungur strákur kemur inn í litla búð og spyr eigandann hvort að hann geti
fengið vinnu. Eigandinn segir að það sé nú frekar lítið að gera, svo hann
vanti nú ekki aðstoð núna. En strákurinn gefst ekki upp og loks segir
eigandinn við hann:


"Fylgstu með mér afgreiða næsta kúnna. Ef þú getur gert eins vel eða betur,
þá færðu vinnu."


Nokkrum mínútum síðar kemur viðskiptavinur inn í búðina. "Góðan daginn.
Hvað get ég gert fyrir þig?" spyr eigandinn.


"Mig vantar grasfræ," segir viðskiptavinurinn. Eigandinn fer og sækir
grasfræ og spyr svo: "Má ekki bjóða þér að kaupa sláttuvél til að slá
grasið þegar það vex?"


"Jú, það væri kannski ráð," segir viðskiptavinurinn og kaupir sláttuvél.


Þegar kúnninn er farinn, snýr eigandinn sér að stráknum og segir: "Svona er
þetta gert. Heldurðu að þú getir þetta?"


! "Auðvitað," svarar strákurinn.


Næsti viðskiptavinur kemur inn í búðina og biður um túrtappa. Strákur sækir
þá og spyr svo: "Má ekki bjóða þér sláttuvél líka?"


"Til hvers?" spyr viðskiptavinurinn.


"Helgin er hvort sem er ónýt. Gætir alveg eins slegið garðinn...."

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home