RebZ, villikisi með meiru :o)

Of mikið af húsverkum valda heilaskaða....

þriðjudagur, mars 15, 2005

Bloggarinn í mér er dauður!!!

Ætli það sé hægt að endurvekja hann? Well allt gott að frétta í sveitinni. Skólinn gengur vel og alltaf voða gaman. Ég er komin í stjórn Skólafélagsins sem upplýsingafulltrúi þannig að ég sé um allar myndatökur og vefsíðu félagsins.

Ég skellti mér í vísindaferð síðasta föstudag í Kauphöllina. Allt gott af því að segja. Svo var skundað á Players að horfa á Idolið og spila smá pool. Því næst var skundað í bæinn með fögrum kvennahóp og ráfað þar um skemmtistaði borgarinnar. Mar fer allt of sjaldan á djammið í Reykjavíkinni. Var ansi farin að sakna þess ;o(
En margt verður ósagt um þessa ferð, hummhumm get kannski sagt að við stúlkurnar (ég, Bertína og Elva)gerðum smá óskunda sem var voða fyndinn þegar við vorum í glasi en drógum fljótt til baka þegar vaknað var næsta morgun. Kalli fruma, aðstoðarmaður okkar, verður að öllum líkindum vonsvikinn yfir kjúllahætti okkar að láta þetta kyrrt liggja.
Á laugardagskvöldið fór ég með Mör söster á spilakvöld með tannálfunum. Ágætiskvöld það. Var nú samt á bíl sko sem gerist ekki oft á svona öldrykkjukveldi.
Næsta fimmtudag verður kvennakvöld hér á Bifröst. Allar að mæta í bleiku og Jón okkar Sigurðsson mun koma og syngja fyrir skvísurar. Svo verður líka hjálpartækjakynning. Ætli það verði ekki fróðlegt.... kannski mar bæti í safnið... mar á aldrei nóg af sollis ;o)
Jæja á að mæta í próf í fjármálastjórnun eftir koter eða svo. Kannski mar ætti að drífa sig.
En gaman að skrifa, vona bara að ég komi aftur. Ekki það - ÉG KEM ALLTAF AFTUR!!!-

Aðíos þú

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home