RebZ, villikisi með meiru :o)

Of mikið af húsverkum valda heilaskaða....

fimmtudagur, mars 31, 2005

Orð

Ég missti ömmu mína síðasta sumar og tók það mjög nærri mér þótt ég hafi ekki látið það í ljós fyrir öllum. Ég á til að mynda mjög erfitt að tjá tilfinningar mínar og sérstaklega gagnvart svona hlutum. Ég hef aldrei upplifað dauða í fjölskyldunni áður og vissi hreinlega ekki hvernig ég átti að taka því. Ég grét ekki í kistulagningunni og ekki heldur í jarðarförinni og ég hugsaði oft um það hvað væri að mér. Ég held bara að ég hafi ekki verið tilbúin fyrir þetta. Ég græt oft í hljóði yfir yndislegu ömmu minni en það er enginn sem fær að komast að því hvað ég hugsa um hana eða hvað það er sem grætir mig eða fær mig til að brosa þegar ég hugsa um hana. Hún var yndisleg í alla staði og ég sakna hennar mjög. Ég tel að dauði hennar hafi haft gríðarleg áhrif á mig þótt ég viðurkenni það ekki fyrir neinum.
Þegar Bertína sagði mér að hún væri að vestan þá brá mér svolítið. Ég og allt mitt fólk erum þaðan þótt ég hafi ekki búið þar nema eitt ár þegar ég var fjögurra ára. Amma Rebekka og Afi Dúlli búa þar og mér finnst æðislegt þegar ég kem mér þangað í heimsókn. Þegar hugmyndin kom upp um að fara vestur og skemmta okkur yfir páskana tók ég vel í það. Ég hef bæði farið áður og þá var mjög gaman og einnig finnst mér mjög gott að heimsækja ömmu og afa þar sem ég veit aldrei hvenær það er í síðasta skipti sem ég fer til þeirra. Þess vegna leið mér mjög vel við þessa ákvörðun og stóð við hana. Ég fór vestur og hitti mjög mikið af frændfólki mínu og ég heimsótti ömmu og afa (sem er bundinn við hjólastól þar sem þurfti að taka báða fætur af honum vegna sykursýki). Þótt ég hafi djammað í þessari ferð þá finnst mér það helst standa upp úr að hafa fengið að knúsa ömmu og afa. Maður veit víst ekki hvenær það er í síðasta sinn. Mér líður vel í hjartanu og finnst gott að vita til að þau viti að mér þyki vænt um þau ef þau skyldu nú hverfa af okkar lífsbraut á næstu mánuðum.
Ég veit ekki alveg af hverju ég er að skrifa þetta en vá hvað mér líður betur. Fjölskylda mín skiptir mig gríðarlegu máli. Ég missti ömmu mína áður en ég náði að knúsa hana almennilega en ég ætla ekki að láta það gerast fyrir fleiri sem mér þykir vænt um. Þess vegna finnst mér mjög leiðinlegt þegar “einhverjir” tala um að þeir hafi frétt af fyllerísferð minni til Ísafjarðar um páskana án þess að hafa hundsvit á því hvað mér var í huga með þessa ferð. Ég held líka að það komi engum við hvernig ég fjármagnaði þessa ferð. Ég vona bara að fólk sjái sér fært um að hugsa um sitt innra sjálf en ekki einhverra annarra.

Takk fyrir mig
Sorgmæddur Refur

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home