Missó
Þá er missó byrjað á "fullu". Enn er bara verið að afla gagna og lesa sig til hvernig framkvæma eigi verkið. Ætla sem sagt að lesa 110 bls. skýrslu í kvöld um sölu hlutabréfa ríkisins í Landssíma Íslands hf. frá framkvæmdanefnd um einkavæðingu. Hmmmmmm sándar mjöööög spennandi. Dagurinn er búinn að vera frekar letilegur. Við mættum ekki fyrr en 10, alveg róleg á því.
Á fimmtudaginn verður opið hús hér á Bifröst þar sem fólki er boðið að skoða skólann, íbúðir og allt annað sem fer fram hér. Svo um kvöldið verður strandpartí hjá útskriftarfélaginu. Verður örugglega fínt stuð þótt mar þurfi nú að vinna í verkefninu þann daginn líka.
Á laugardaginn er svo ball með Sálinni í/á Búðardal. Væri nú alveg æði að komast á það en það verður bara að koma í ljós.
Hér kemur svo stjörnuspá mín fyrir daginn í dag:
Sporðdreki :: 24.okt-21.nóv
Hér birtist ókláraður verknaður einhverskonar sem tengist þér faglega en þér er ráðlagt að vera vakandi yfir því sem þú framkvæmir (öllum stundum). Ef þú stendur frammi fyrir freistingum ættir þú að standast þær með því að sækja þann mikla styrk sem býr innra með þér.
Hmmmmmm nóg í dag. Sí ja.
scorpAWAY
Þá er missó byrjað á "fullu". Enn er bara verið að afla gagna og lesa sig til hvernig framkvæma eigi verkið. Ætla sem sagt að lesa 110 bls. skýrslu í kvöld um sölu hlutabréfa ríkisins í Landssíma Íslands hf. frá framkvæmdanefnd um einkavæðingu. Hmmmmmm sándar mjöööög spennandi. Dagurinn er búinn að vera frekar letilegur. Við mættum ekki fyrr en 10, alveg róleg á því.
Á fimmtudaginn verður opið hús hér á Bifröst þar sem fólki er boðið að skoða skólann, íbúðir og allt annað sem fer fram hér. Svo um kvöldið verður strandpartí hjá útskriftarfélaginu. Verður örugglega fínt stuð þótt mar þurfi nú að vinna í verkefninu þann daginn líka.
Á laugardaginn er svo ball með Sálinni í/á Búðardal. Væri nú alveg æði að komast á það en það verður bara að koma í ljós.
Hér kemur svo stjörnuspá mín fyrir daginn í dag:
Sporðdreki :: 24.okt-21.nóv
Hér birtist ókláraður verknaður einhverskonar sem tengist þér faglega en þér er ráðlagt að vera vakandi yfir því sem þú framkvæmir (öllum stundum). Ef þú stendur frammi fyrir freistingum ættir þú að standast þær með því að sækja þann mikla styrk sem býr innra með þér.
Hmmmmmm nóg í dag. Sí ja.
scorpAWAY
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home