RebZ, villikisi með meiru :o)

Of mikið af húsverkum valda heilaskaða....

þriðjudagur, maí 31, 2005

Málimál

Jæja nú er ég komin í vinnu hjá Þóri Páli næstu tvær vikurnar. Í því starfi felst að mála íbúðir hér á svæðinu og í raun að sjá um allt hér á nemendagörðunum. Þannig að nú er minns málandi alla daga með hvíta putta og hvítar skellur í hári.

Annars er voða lítið að frétta héðan. Fer með bílinn í viðgerð næsta þriðjudag inn á Akranes. Allt í góðu með það ef ég fæ einhvern til að skutlast á eftir mér. Enginn strætó hér á milli.

Svo er ég að spá í að skella mér í bæjarferð næstu helgi. Spurning um að kíkja eitthvað á djammið kannski í sumarsólinni. Og kannski eyða smá monninugum í eins og einn nýjan fataskáp eða svo. Var að taka til í honum um daginn og held það sé ansi lítið eftir í skápdruslunni. Verður mar ekki alltaf að dressa sig smá upp svona í sumarbyrjun til að vera frískur og fínn?

Endilega látið mig vita esskurnar ef það verður eitthvað að gera í borginni.

síja

borgAWAY

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home