RebZ, villikisi með meiru :o)

Of mikið af húsverkum valda heilaskaða....

þriðjudagur, maí 24, 2005

Pirrpirrpirrpirrpirrpirr

Vá hvað ég var pirr í dag. Og ég skil ekki Hafnfirðinga.........

Sko ég fór í bæinn eftir vinnu þar sem ég þurfti að sækja sumardekkin mín (ok veit að ég á löngu að vera búin að skipta) og setja þau undir þar sem bílinn minn á pantað í skoðun í fyrramálið (og úbbs það átti víst að skoða hann í október .....*sillyface*.....). Jæja allavega voru "sumir" með dekkin mín í geymslu og reyndi ég að nálgast þau á sunnudaginn þegar ég var í bænum en þá var það ekki hægt. Arggggg þannig að ég þurfti að fara sér ferð í bæinn í dag til að sækja þau þegar "sumir" loks leystu þau úr prísundinni. En jæja ég bað "suma" um að koma þeim til múttu í Kópavogi butttt nóóó það var of erfitt fyrir "suma" þótt "sumir" sóttu dekkin í mjóddina og fór með þau í fokking Hafnafjörð!!!! Kommmmmmonnnnn þetta er í leiðinni. En allavega þá þurfti ég semsagt að drullast inn í Hafnafjörð að sækja dekkdruslurnar. Og hvað haldiði??? Það tók mig fokking hálftíma að komast inn í fokking Hafnafjörð. (Afsakið blótið en ég var ansi pirr). Það var bíll við bíl frá Smáralind (sem er BTW rétt við húsið hennar múttu) og inn í fokking Hafnafjörð. Loksins komst ég inn í bæjarfélagið og sótti druslurnar og keyrði eins og meiníak inn í Kópavog aftur á dekkjaverkstæðið allt of sein (þökk sé "sumum"). Mætti upp á brettið 3 mínútur í 6 og fékk ekkert voða blíða svipi frá drengjunum sem greinilega voru farnir að búa sig undir heimför. Jæja þeir voru svo góðir að redda þessu fyrir mig en þá kom í ljós að 2 dekkin voru bara ónýtt. Og voru "sumir" að segja mér frá því????? Nei að sjálfsögðu ekki (þótt "sumir" telji sig voða kláran bílakall, farin að draga það mjööög í efa). En ég setti druslurnar þó undir bílinn (fjárhagurinn ekki alveg að leyfa ný dekkjakaup í augnablikinu) og verð bara að krossa fingur að fá skoðun á kaggann og að druslurnar endist út sumarið.

Þannig fór um þennan dag. En ég get þakkað fyrir að þetta voru síðustu samskiptin við "suma" og get ég því hætt að pirra mig á því ;o)

Eintóm gleði, sumar og sól.

pirrAWAY

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home