RebZ, villikisi með meiru :o)

Of mikið af húsverkum valda heilaskaða....

miðvikudagur, júní 29, 2005

Guten tag

Úff hvað dagarnir eru fljótir að líða. Er í sveitinni að vinna, voða stuð or not. Erum að standsetja íbúðirnar fyrir meistaranemana sem koma um þar næstu helgi. Allt þarf að vera hreint og fínt og með réttum útbúnaði. Þannig að dagarnir fljúga áfram. Svo er ég að sinna þremur börnum á kvöldin (nei ég er ekki búin að eignast þriðja barnið er bara með það í láni) þannig að það er nóg að gera á kvöldin líka. Við höfum pottast, farið út að borða og svo tók ég kast á viftuna og ofnskúffu í fyrradag. Þegar mar er að þrífa svona í vinnunni verður mar sjúkur þegar heim er komið. Þá sér mar hvað allt (sem flokkast ekki undir dagleg þrif) er skítugt: ofn, ofnskúffur, viftan, kísill á vöskum og í sturtu og strik á veggjum. Gæti alveg misst mig í þessu ef ég væri ekki svona svaðalega löt eftir vinnu. Það er of gott að setjast bara í sófann með tölvuna í fangið fram að matartíma. Mikið hvað þessi tölva er orðin framlenging á handleggina á mér.
Annars ætla ég að skutla krökkunum í bæinn á morgun (jamms minns að fara á ball á föst hér í sveitinni) og kannski koma við í Nítró og kaupa mér hjálm og hanska svo mar eigi nú einhvern útbúnað ef rétta hjólið skildi dúkka upp á borð hjá manni. Verð kannski í bænum annað kvöld, kannski ekki, veltur á ýmsu ;o) (ekki fleiri orð um það).

Síðasta helgi var geggjuð. Fór reyndar bara snemma að sofa á föst hjá mor og far og vaknaði spræk (eða hittó) kl. 14:10. Huhummmm átti að mæta í barnaafmæli kl. 2. Þannig að það var drifið í sturtu og klæði og farið í 8 ára afmæli hjá henni sætu Heklu Rut sem er dóttir Arndísar skutlu. Svo var börnum skutlað á sína staði og haldið í Ásgerðingagrillveislu sem var haldin hjá Óla í Giljaselinu. Þar var ansi margt brallað og er ég komin með fullt af myndum frá þessu frábæra kvöldi sem ég ætla að skella hér inn við tækifæri. Er enn að bíða eftir fleiri myndum frá Jóni Halldóri til að geta sett þetta allt á sömu síðu. Úr grillveislunni var haldið í bæinn og um leið og ég steig út úr leigubílnum hitti ég vooooooða sætan strák. Fórum svo öll (allavega flest öll) á Thorvaldsen og sátum þar í kjafteríi og sötri. Þaðan var haldið á Nasa og nokkur dansspor stigin og þvínæst á Victor. Hitti Erlu frá Bifröst og í sameiningu björguðum við Hjalta greyinu úr ansi tvíræðnum aðstæðum sem hann var búinn að koma sér í. (Hahaha hefðum kannski átt að geta bjargað fleirum ~~JH~~ ekki orð meir). Svo skundaði mín bara heim í Kópavoginn ansi sátt við kvöldið.
Daginn eftir var mér svo boðið í bíltúr sem var þónokkur svaðilför. (Bíllinn festist meðal annars í á, en bílstjórinn var nú svaða klár að bjarga okkur úr þeim aðstæðum fljótt og örugglega þótt eitthvað heyrðist nú í minni þegar vatnið var farið að flæða upp á húddið.) Enduðum á Laugarvatni og fengum okkur smá snæðing. Snilldardagur í alla staði. Svo var bara rúllað á Bifröstina og lífið tók sinn vanagang en samt er einhver svaða púki í mér. Spurning hvað veldur því hummmmmmmm.

Þetta er sem sagt ég þessa dagana:



Well að venju:
lovuall

púkAWAY

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home