RebZ, villikisi með meiru :o)

Of mikið af húsverkum valda heilaskaða....

þriðjudagur, júlí 26, 2005

Villikisi

Ég er komin að niðurstöðu: ég er haldin mikilmennskubrjálæði!!!
Ég var sem sagt að kóróna eyðslu mína síðustu vikna með því að kaupa mér flug til Danmerkur þann 20. ágúst. Ætla að skella mér í heimsókn til Dæju vinkonu í Horsens og bæta þar með upp að ég sveik hana um mætingu í þrítugsafmælið hennar fyrr í vor. Við ætlum að sjálfsögðu að mála bæinn rauðan þessa viku sem ég verð þar (erum ekki þekktar fyrir annað) og jafnvel að taka lest til Köben í dagsferð. Alltaf stemning að rölta Strikið.

En nú er komið stopp á mín brjálæðislegu fjárútlát. Held það stopp verði í marga mánuði huhumm. Við fjölskyldan munum því lifa á heimaræktuðum sveppum (mjööög löt að þrífa á sumrin.... eða kannski alltaf bara haha) og vatni. Þannig að ef einhver sér vorkunn í grey sílunum (eins og Guðrún segir) þá eru matarboð vel þegin ;o)

Annars er sonur farinn til Noregs og dóttir í Húsafell þannig að stelpan er bara ein í kotinu. Er enn að rembast í tímum á kvöldin (samt búin að vera löng pása), held ég muni aldrei koma til með að ná þessu prófi :(

Þessa dagana er ég að sjá um gæsluvöll hér á Bifröst og því er mar alveg úrvinda á kvöldin. Held ég muni ekki eignast fleiri börn eftir þessa reynslu. Þau eru nú samt öll mjög stillt og hlýðin (enda held ég að það séu fáir sem þora að óhlýðnast mér haha).

Jæja ætla að láta þetta duga að sinni. Fer að drífa mig út í sólina sem er búin að skína hér í heila viku. Alveg heiðskírt en samt smá rok þannig að stuttbuxurnar fá hvíld í dag (",)

Lovuall

danAWAY

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home