RebZ, villikisi með meiru :o)

Of mikið af húsverkum valda heilaskaða....

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Flöðbert

Jæja þá er stórkostlegasta helgi sumarsins liðin. Juminn hvað þetta var mikið stuð.

Föstudagur: Fékk far með Ellu, Ívari og Fríðu á Bakka og tókst að troða mér þar í flug. Vorum komin til Eyja eitthvað um 8. Farið beint í íbúð sem ég var búin að troða mér í sem var á vegum Ölgerðarinnar (Arnold sæti reddaði mér plássi) með dótið og svo beint niður í dal með bakpokann góða. Tjúttað fram eftir nóttu. Hmmmmmm ekki fleiri orð um það ;o)

Laugardagur: Vaknaði um 11 og var ein vakandi í húsinu. Fólk út um allt hús þó í misgóðu ástandi. Þannig að ég bara dreif mig í að taka til og fór svo aðeins að leggja mig aftur. Svo vakti Arnold mig (sem ég hitti BTW ekkert í dalnum kvöldið áður) og ég, hann, Hildur kærasta hans og Haffi vinur hans drifum okkur niður á Prófast að borða kjötsúpu (í boði Stínu). Snilldar kjötsúpa en get því miður ekki sagt það sama um staðinn. Röltum svo aftur upp í hús og fengum okkur bjór (í boði Ölgerðarinnar). Ísskápurinn í íbúðinni var fylltur á hverjum morgni (í boði Ölgerðarinnar)og var ófáum drykkjum stútað í þessari íbúð þessa helgina. Síðan um 5 var pöntuð rúta (í boði Ölgerðarinnar)og allir skelltu sér í grillveislu (í boði Ölgerðarinnar) uppi í Eyjabústöðum. Það fyrsta sem tók á móti manni voru 2 huge fiskiker full af ís og drykkjum (í boði Ölgerðarinnar). Svo var brjálað flottur matur (í boði Ölgerðarinnar) og var setið á snæðingi og sötri til 8 en þá drifum við okkur í rútu (í boði Ölgerðarinnar) niður í dal þar sem var tjúttað fram eftir nóttu í brjálaðri rigningu.

Sunnudagur: Vaknað eitthvað um hádegi og dagurinn tekinn í rólegheit. Fórum út að borða um 1 á versta stað í heimi. Man ekkert hvað hann heitir en þetta var ein versta máltíð sem ég hef fengið mér jukk. En svo var tölt upp í hús þar sem fullt af nýju fólki var mætt á svæðið og að sjálfsögðu var fyllt á ísskápinn (í boði Ölgerðarinnar). Svo fórum við út að borða á Café María sem er BTW frábær staður og þar beið okkar dúkalagt 20 manna borð (eina dúkalagða borðið á staðnum enda var smá öfund í liðinu í kring). Þarna voru pantaðir bjórar og pítsur á línuna (og já ótrúlegt en satt í boði Ölgerðarinnar). Geggjað stuð þar. Síðan var haldið upp í hús og farið í gallann fyrir dalinn. Sátum í brekkunni í brekkusöng og svo var já ótrúlegt en satt tjúttað fram eftir nóttu. Þar hitti ég Alex sæta franska vin minn sem kemur einungis til Íslands til að fara á þjóðhátíð. Ýkt gaman að hitta hann þar sem ég hef ekki hitt hann í nokkur ár. Og vá ég hitti svo marga að ég ætti ansi erfitt með að telja alla upp þannig að ég bið bara að heilsa öllum sem ég hitti ;o)

Mánudagur: Vaknaði um hádegi og fór með Ölgerðarliðinu á Café María í hádegismat. Fékk að borga matinn sjálf loksins :) Svo tók ég bíl upp á völl þar sem ég var eina í húsinu í flugi kl. 15:30. Ég fékk nett taugaáfall þegar ég mætti á völlinn. Gjörsamlega pakkað af fólki og farangri. En ég komst fljótt að í innritun og sörpræs vélin fór svo næstum á réttum tíma. Þarna frétti ég að flug á Bakka hafði verið aflýst frá hádegi og litlir möguleikar á að það yrði flogið eitthvað um daginn. Ég var ekkert smá heppin að eiga flug með Flugfélagi Íslands sem ég vil BTW þakka kærlega fyrir að hafa komið mér á leiðarenda á réttum tíma. Far sótti mig svo á völlinn og var mér boðið í löpp og flottheit í Kópavoginum í tilefni af afmæli múttu minnar. Til lukku með daginn mútta :) Seinna um kvöldið rúllaði ég mér á Bifröstina og var ansi þakklát fyrir rúmið mitt. Illa gott að leggjast í það. Svo var bara vinna kl. 8 í morgun. Var send út að týna rusl!!!!!!!!!!! Víííí alltaf gaman að vera í rusli svona eftir rusl helgi haha.

Well ætla að rusla mér í vinnuna aftur. Eigið góðan dag esskurnar ;o)

P.s. Ég vil þakka Ölgerðinni kærlega fyrir mig þessa helgi. Sjaldan orðið vör við jafn mikið örlæti við starfsmenn sína og hjá þessu fyrirtæki. Takk fyrir frábæra helgi ;o)

ruslAWAY

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home