Ógeðisferðin
Púff og paff. Fórum til Köben í fyrradag sem er ekki frásögu færandi nema kannski vegna lestarsögunnar. Hér í Dan er seinkun á flestum lestum vegna þess að hámarkshraði þeirra var nú nýverið lækkaður þar sem teinarnir eru orðnir eitthvað slitnir eða lasnir. Þannig að för okkar seinkaði lítið eitt á leiðinni til Köben. Loks þegar við komum var rokið beint á Kentökkí þar sem mikil gleði tók við að úða í sig ljúfum bitum og kóki. Strolluðum svo strikið og já getiði hvað, þar var verslað. Tralllalalla óska hér með eftir fjárhagsstyrk frá vinum og vandamönnum :)
Tókum svo taxa í Fiels's sem er risamoll í Köb og versluðum "smá" þar líka. Strætó aftur niður á Ráðhústorg eftir smá hræðslubið í strætóskýli þar sem ég var haldin þeirri vissu að allir sem voru á staðnum voru einungis þar til að ræna okkur og misþyrma hahaa. Já ég hræðist ekki einungis hárhnoðra! Á torginu hittum við Valdísi vinkonu Dæju og fórum á geggjaðan ítalskan veitingastað sem við sátum á til hálf eitt um nóttina (lestin okkar átti að fara frá Hovedbanen kl. 2.05). Tókum okkur hjólavagn niður strikið aftur, svaðiför mikil, grey gaurinn sem hjólaði með okkur, haha hann var varla að meika þetta og við hlógum eins og fífl alla leiðina. Skelltum okkur þvínæst á bar til að bíða eftir að klukkan nálgaðist brottfarartíma. Lestin var svo nokkurnveginn á réttum tíma og við vorum mjög fegnar að komast loks í sætin okkar. Þegar við ætluðum loks að fara að leggja okkur komumst við að því að þessi lest var algjör hörmung. Sætin voru svoooooo ócomfí að það var hvorki hægt að leggjast yfir 2 né reyna að sofna sitjandi. Púff en einhvernveginn tókst okkur að dotta smá þegar við vorum búnar að stilla klukkur og svona þar sem við þurftum að skipta um lest á miðri leið. Eftir smá dotterí tókum við eftir að lestin var stopp. Við vorum nú bara ánægðar með að það væri smá seinkun þar sem seinni lestin okkar átti að koma 40 mínútum eftir hinni, ekki beint gaman að hanga á lestarstöð um miðja nótt í það langan tíma. En svo var lestin meira stopp og svo meira stopp og í eins og heilan klukkutíma. Þar með sáum við fram á að við mundum missa af hinni lestinni okkar. Loks þegar við komumst á áfangastað vorum við sem sagt búnar að missa af hinni lestinni okkar og það var klukkutímabið í næstu. Tralllaala alltaf gaman en þarna var klukkan farin að ganga 6 og því farið að birta af degi. Lögðum okkur á harða trébekki meðan við biðum. Svo loks kom lestin og við í hana algjörlega ósofnar. Hringdum í Snorra Trefil og hann var svo góður við aumingja okkur að hann sótti okkur á lestarstöðina. Loks þegar við komumst heim var klukkan orðin 7 og við mjög fegnar að skríða í rúmin okkar. Sváfum til 11 en þá kom Mæja að sækja mig til að fara með mér á tattústofuna og Dæja fór með Birnu til Óðinsvé þar sem hún var að verja mastersritgerðina sína. Minns fékk sér voða fínt tattú ;o) og svo heim að taka smá legg fyrir kvöldið.
Gærkvöldið fór svo í Kallasmakk. Fórum á barinn hér á kolleginu og þar kynntist ég geggjaðri nýjung. Hægt var að kaupa meter af bjór, já heilan meter. Haha ég hef bara aldrei séð jafn mikla snilld. Ég og Dæja ákváðum að kalla meterinn línu þannig að við keyptum línur af bjór. Tók fullt af línubjórsmyndum sem ég pota inn þegar ég kem heim. Eftirpartí hjá Snorra Trefli þar sem viðtók Singstar mikið. Snilldarkvöld í alla staði.
Laf dagur í dag en nú erum við á leið niður í bæ þar sem það er miðaldarfestival hér í bænum. Allir í miðaldarbúningum og einhver voða skrúðganga og læti. Verður örugglega ýkt gaman að kíkja á þetta, tek kannski nokkrar myndir :) Svo verður partí hér hjá Dæju í kvöld og búist er við miklu stuði vííííí.
Heimför annað kvöld og minns bara farinn að hlakka til, mikill söknuður eftir snúllunum mínum.
Well bæjarför
festAWAY
Púff og paff. Fórum til Köben í fyrradag sem er ekki frásögu færandi nema kannski vegna lestarsögunnar. Hér í Dan er seinkun á flestum lestum vegna þess að hámarkshraði þeirra var nú nýverið lækkaður þar sem teinarnir eru orðnir eitthvað slitnir eða lasnir. Þannig að för okkar seinkaði lítið eitt á leiðinni til Köben. Loks þegar við komum var rokið beint á Kentökkí þar sem mikil gleði tók við að úða í sig ljúfum bitum og kóki. Strolluðum svo strikið og já getiði hvað, þar var verslað. Tralllalalla óska hér með eftir fjárhagsstyrk frá vinum og vandamönnum :)
Tókum svo taxa í Fiels's sem er risamoll í Köb og versluðum "smá" þar líka. Strætó aftur niður á Ráðhústorg eftir smá hræðslubið í strætóskýli þar sem ég var haldin þeirri vissu að allir sem voru á staðnum voru einungis þar til að ræna okkur og misþyrma hahaa. Já ég hræðist ekki einungis hárhnoðra! Á torginu hittum við Valdísi vinkonu Dæju og fórum á geggjaðan ítalskan veitingastað sem við sátum á til hálf eitt um nóttina (lestin okkar átti að fara frá Hovedbanen kl. 2.05). Tókum okkur hjólavagn niður strikið aftur, svaðiför mikil, grey gaurinn sem hjólaði með okkur, haha hann var varla að meika þetta og við hlógum eins og fífl alla leiðina. Skelltum okkur þvínæst á bar til að bíða eftir að klukkan nálgaðist brottfarartíma. Lestin var svo nokkurnveginn á réttum tíma og við vorum mjög fegnar að komast loks í sætin okkar. Þegar við ætluðum loks að fara að leggja okkur komumst við að því að þessi lest var algjör hörmung. Sætin voru svoooooo ócomfí að það var hvorki hægt að leggjast yfir 2 né reyna að sofna sitjandi. Púff en einhvernveginn tókst okkur að dotta smá þegar við vorum búnar að stilla klukkur og svona þar sem við þurftum að skipta um lest á miðri leið. Eftir smá dotterí tókum við eftir að lestin var stopp. Við vorum nú bara ánægðar með að það væri smá seinkun þar sem seinni lestin okkar átti að koma 40 mínútum eftir hinni, ekki beint gaman að hanga á lestarstöð um miðja nótt í það langan tíma. En svo var lestin meira stopp og svo meira stopp og í eins og heilan klukkutíma. Þar með sáum við fram á að við mundum missa af hinni lestinni okkar. Loks þegar við komumst á áfangastað vorum við sem sagt búnar að missa af hinni lestinni okkar og það var klukkutímabið í næstu. Tralllaala alltaf gaman en þarna var klukkan farin að ganga 6 og því farið að birta af degi. Lögðum okkur á harða trébekki meðan við biðum. Svo loks kom lestin og við í hana algjörlega ósofnar. Hringdum í Snorra Trefil og hann var svo góður við aumingja okkur að hann sótti okkur á lestarstöðina. Loks þegar við komumst heim var klukkan orðin 7 og við mjög fegnar að skríða í rúmin okkar. Sváfum til 11 en þá kom Mæja að sækja mig til að fara með mér á tattústofuna og Dæja fór með Birnu til Óðinsvé þar sem hún var að verja mastersritgerðina sína. Minns fékk sér voða fínt tattú ;o) og svo heim að taka smá legg fyrir kvöldið.
Gærkvöldið fór svo í Kallasmakk. Fórum á barinn hér á kolleginu og þar kynntist ég geggjaðri nýjung. Hægt var að kaupa meter af bjór, já heilan meter. Haha ég hef bara aldrei séð jafn mikla snilld. Ég og Dæja ákváðum að kalla meterinn línu þannig að við keyptum línur af bjór. Tók fullt af línubjórsmyndum sem ég pota inn þegar ég kem heim. Eftirpartí hjá Snorra Trefli þar sem viðtók Singstar mikið. Snilldarkvöld í alla staði.
Laf dagur í dag en nú erum við á leið niður í bæ þar sem það er miðaldarfestival hér í bænum. Allir í miðaldarbúningum og einhver voða skrúðganga og læti. Verður örugglega ýkt gaman að kíkja á þetta, tek kannski nokkrar myndir :) Svo verður partí hér hjá Dæju í kvöld og búist er við miklu stuði vííííí.
Heimför annað kvöld og minns bara farinn að hlakka til, mikill söknuður eftir snúllunum mínum.
Well bæjarför
festAWAY
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home