Er þetta djók?
Ég vaknaði við það í morgun að dóttir mín hvíslaði að mér: "mamma það er farið að snjóa.... " Hvaða djók er það, ekki einu sinni kominn október garg. En já það snjóar í sveitinni allir og plís ekkert vera að öfunda mig því í gær fékk ég vitneskju um að vetrardekk undir bílinn hjá mér kosti um 100 þús kall! Ójá og því verð ég víst að óska eftir fjárstyrk eina ferðina enn þótt hin skiptin hafi nú ekkert verið að virka....
Já og svo ákvað ég að fá flensu í gær. Akkúrat rétti tíminn sko. Var að andast úr hálsbólgu og höfuðverk í allan gærdag og var hér innpökkuð í flís, ullarsokka, trefil og teppi í sófanum að bisa við verkefni í tölfræðinni sem snerist um að gera eitthvað pareto graf og finna "vital few" og "trivial many" orsakir kerfishruna. Jamm og það hafðist fyrir rest, vona bara að það sé eitthvað til í þessu svari hjá mér þar sem þetta er liður í hópverkefni hehe.
Well örstutt í dag :o)
lovuall
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home