RebZ, villikisi með meiru :o)

Of mikið af húsverkum valda heilaskaða....

sunnudagur, október 23, 2005


ROP

Well ætli mar verði ekki að drita inn hér nokkrum orðum fyrir þá vesalinga sem álpast hingað inn. Ekki fatta ég hvað þessi blessaði teljari minn rúllar en fáir skilja eftir sig spor. En þannig er víst lífið ef mar ætlar að halda úti dagbók á opinberum vef. Ekki það, mér finnst ég bara ekkert sniðugur bloggari eins og sumar vinkonur mínar sbr. Gunnella snillingur með meiru, Maddaman sem er endalaust fyndin og svo Maja bla sem er bara fyndin týpa sem ég kynntist í DK í sumar. Ég reyni þó að ropa hér inn við og við til að reyna að skemmta sjálfri mér þó það væri ekki meira.

Lífið hér á Bif leikur sinn vanagang að venju, skiptist á skin og skúrir, verkefnaálag mismikið eftir vikum, sorgir og sigrar og þar fram eftir götum. Ég verð nú að viðurkenna að stundum fæ ég meira en nóg af að vera hérna. Eins og í dag þá fékk ég svona nennissiggi kast og langaði bara að pakka niður og koma mér héðan. Alveg komin með nóg af þessari endalausu afskiptasemi á milli íbúa þessa svæðis þar sem nálægðin er svo mikil að allir eru ofaní allra málum. Getur verið nett pirrandi á köflum þegar mar getur ekki átt sitt líf í friði án þess að Jón og Gunna í næsta húsi séu að skipta sér af. Kjaftagangurinn er ógurlegur hér. En það þarf víst að bíta í það súra epli að sætta sig við vitleysuganginn hér á svæðinu ætli viðkomandi að ljúka sínu máli. Og þar sem ég er þrjóskuhundur mikill endaði niðurpökkun dagsins í herbergjaskiptan á efri hæðinni.

Og það er ný saga :)
Semsagt tók ég þá ákvörðun að skipta um herbergi við ungana mína þar sem þau vildu fá heimilistölvuna inn í herbergið sitt og þar sem það er einungis tölvutengi í öðru herberginu þá varð mín bara að gjöra svo vel að svissa herbergjum til að uppfylla óskir ungmennanna. Því var byrjað á að tæma alla bala (sem í er hreinn þvottur sem á stundum mjög erfitt með að rata inn í skápana á heimilinu, fannst ýmislegt sem hafði verið saknað í nokkra daga hehe) og raða í þá dóti úr hillum og öðrum lausamunum. Því næstu fuku 3 hillur, ein kommóða, sjónvarp, vídeó, hjónarúm, kassar og balar á milli herbergja. Það vill svo til að þessa dagana er ég í svona "ég get ALLT" skapi sem hefur þær afleiðingar að ég bið ekki aðra um hjálp og því var þetta fok allt framkvæmt af mér og 10 ára dóttur minni. Rúmið mitt er queen size stærð sem er svona um 153 cm á breidd og áttum við mæðgur ekki í neinum erfiðleikum með að smella því á milli hergbergja. Þetta tók allt djöfuls tíma þar sem ég varð að þrífa allt í leiðinni og var það gert í hollum eins og búferlaflutningarnir. En jæja svo var komið að kojunum og mín sótti sexkant og fór að skrúfa þær í sundur. Þegar kom svo að því að lyfta efri kojunni af þeirri neðri tók ég eftir að hún litla mín var bara ekkert að lyfta kojunni (stundum ofmetur mar þessi litlu grey) þannig að ég braut odd af oflæti mínu og reif upp símann. Sú heppna var Gunnella nýi flotti bloggarinn sem ég benti hér á að ofan. Hún greyið var að vinna verkefni en sættist á að koma þegar ég fræddi hana um að þetta yrðu bara nettar 5 mín að henda þessu á milli, ég væri nú búin að skrúfa og allt. Well hún kom yfir og við rifum efri kojuna af og skunduðum með hana í átt að hinu herberginu. En úbbs þá hafði mín eitthvað reiknað vitlaust og sama hvernig við reyndum þá fór kojuhelvítið ekki inn. Við vorum hálfnaðar niður stigann með kojuna í lausu lofti á köflum en allt kom fyrir ekki, hún fór ekki inn. Þá var rifinn upp sexkantur að öðru sinni og gaflinn skrúfaður af. Það tók smá tíma en hafðist þó að lokum. Því næst var það neðri kojan og það sama varð að sjálfsögðu að gerast þar, gaflinn rifinn af og svo öllu hent á milli. Þá bað ég Gunnellu hvort hún gæti bara rétt hinkrað á meðan ég skrúfaði neðri gaflinn á aftur svo hún gæti lyft efri hlutanum upp með mér. Þarna var hún orðin svolítið rauð í framan þar sem þessar nettu 5 mín voru orðnar "aðeins" meira. En hún þraukaði (milli þess að rjúka fram á bað og skella hurðinni þar sem þvottavélin var í gangi og G var greinilega ekki að meika hljóðin í henni, úbbs) og á undraverðan hátt tókst okkur að ljúka verkinu. Djöfull hljóp hún hratt út hahahahaha, held ég skuldi henni þokkalegt matarboð núna. En allavega takk kærlega Gunnella mín kosskoss og kisskiss, hefði aldrei getað þetta án þín. (ok það er eitt sem ég get ekki sjálf og það er að lyfta koju ein). Svo er kvöldið búið að fara í svona lokaverk, skipta á rúmum og ganga frá hinu og þessu þó ekki sé allt búið enn. Klára þetta bara í næsta mánuði, það gerist nebblilega ekki oft að ég taki svona heimilisköst :S

Já eitt enn, í gær, laugardaginn 22. október klukkan 15:15, var stofnað klaustur á Bifröst í kjallara nokkrum. Reglur klaustursins eru frekar fyndnar en þar sem ekkert fer lengra sem rætt er um í þessum góða kjallara munu þær ekki verða ritaðar hér tíhí.

Well tel mig vera búna að ropa nóg í bili. Farin í dússið eftir erfiðan dag og svo í bælið í nýju sætustu sængurfötin mín úllalala

ble

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home