RebZ, villikisi með meiru :o)

Of mikið af húsverkum valda heilaskaða....

föstudagur, janúar 27, 2006


Jahá
Tölvan mín er lasin. Já eða svo má segja. Kristján ákvað að gefa henni smá kók, hefur greinilega haldið að hún væri þyrst. Tölvan tók kókinu ekkert voða vel og ákvað að lyklaborðið væri svo gott sem ónýtt. Því varð að panta nýtt lyklaborð sem að sjálfsögðu var ekki til hjá söluaðila og því er ég enn að bíða eftir því. Hjalti Biker með meiru var svo góður að hann lánaði mér sína tölvu þannig að ég gæti tekið próf í vinnurétti í dag sem gekk bara ágætlega.

En núna langar mig í nýja tölvu. Sá rosa sæta já góðir hálsar SÆTA tölvu um daginn (sbr. mynd) sem ég er að því komin að kaupa mér. Ja þeir sem þekkja mig vita að ef mig virkilega langar í eitthvað þá er nú mjööööög erfitt að stoppa mig. Ok það er kannski ekki rétt að velja sér tölvu eftir sætleika, but that is me :) akkúrat svoleiðis hluti geri ég enda ekki þekkt fyrir annað en að fara eigin og já oft skrítnar leiðir í lífinu.

Hvað Kínaferð mína varðar þá er ég búin að kaupa mér flugmiða vííí. Fer út 17. mars þannig að ég næ að klára prófin áður en ég fer sem er nú bara great, sleppa við bókarburð alla leið til Kína. Við verðum nokkur saman í London eina nótt og fljúgum svo til Kína laugardaginn 18. mars, 10 tíma flugferð púffff eins gott að taka slatta af nikotíntyggjói með ræræræræ.

15. júní fljúgum við svo aftur til London og verðum þar í 3 daga. Skólinn úti er búinn einhverntímann í byrjun júní þannig að okkur gefst tími til að ferðast smá innan Kína eftir skólann. Og spáiði í einu, flugið frá London til Kína og til baka kostaði 42.000 kall. Já báðar leiðir!!! Mér finnst þetta svo ódýrt að ég sprakk úr hlátri þegar ég fattaði að þetta væru báðar leiðir en ekki bara önnur leiðin. Hefði aldrei trúað þessu enda hef ég nú ekki ferðast utan Evrópu áður.

Hef heyrt einhverjar kvartanir frá Maddömmunni um einhverja fluglaflensu, minningarathöfn fyrir Kínafara og sóttkví ef við lifum af en við látum það sem vind um eyru þjóta og höldum ótrauð áfram.

Annars er það að frétta héðan af "draumastaðnum" (eins og Vigga maddamma fer orðum um Bifröstina okkar) að vissir aðilar innan skólans eru farnir að hringja í nemendur til að fá bloggfærslur afmáðar út af netinu. Huhummmm sel það ekki dýrar en ég keypti það en greinilegt að skoðanafrelsi nemenda á ekki heima á internetinu. Uuhhh deisjavúúúú.... Greinilegt að mar þurfi að ritskoða allt þótt manni langi nú að láta allt flakka þegar verið er að blogga, hvort sem það eru hugsanir, hugleiðingar eða eigin skoðanir. En já svona er lífið og allir verða að lifa með því :S °

Well lifið heil með eða án skoðana
L8er (",)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home