RebZ, villikisi með meiru :o)

Of mikið af húsverkum valda heilaskaða....

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Vííí leikur

Jæja nú ætla ég að koma með smá leik. Gerum hann að svona klukkleik eins og var í gangi um daginn. Ég segi hér 2 sögur um mig, önnur er sönn en hin er uppspuni. Lesendur eiga svo að giska á hvor er sönn og hvor er lygi.

Saga 1
Fyrir nokkrum árum keypti ég mér nýtt rúm. Þegar ég og hjálpin tókum við því úr flutningabílnum þurftum við að koma því inn í íbúðina. Rúmið var í tveimur hlutum og hver hluti var í raun ekkert svo þungur. Byrjað var að baxa við að koma neðri hlutanum inn í herbergið. Þar sem þetta var svona horn þar sem tvær hurðir mættust var ekkert grín að koma því inn í herbergið. Við festumst oft á tíðum á milli hurða milli þess að reyna að reisa hlutann upp á annann endann til að ná að snúa honum þannig að hann kæmist inn um dyrnar. Þetta voru mikil átök en hafðist þó á endanum. Svo þegar við drusluðum dýnunni inn tók það sama við. Hún festist á milli dyranna og það var þónokkuð moj að ýta henni inn. Við vorum gjörsamlega uppgefin eftir þessa áreynslu.
Eftir helgina (rúmið kom á laugardeginum) fór ég í eróbikktíma og þegar við vorum að bíða fyrir utan salinn spurði ein kunningjakona mín mig hvort ég hafði verið dugleg að æfa um helgina. Og ég svaraði: "jáhá ég tók ekkert smá á um helgina, ég var nebblilega að kaupa mér nýtt rúm!!!" Allir sem voru nálægt og heyrðu þetta sprungu úr hlátri og þegar ég fattaði ástæðuna roðnaði ég niður í rassgat. Já ég er alltaf svooooo saklaus.....

Saga 2
Ég var að keyra í Kópavogi í sumar. Þegar ég kom að gatnamótum ætlaði ég að beygja til hægri. Ég tók eftir hjólreiðamanni sem var að koma yfir gatnamótin en ég náði ekki að stoppa í tæka tíð þannig að ég fór svolítið fram yfir gangbrautina sem hann ætlaði yfir. Hann hjólar sem sagt fram fyrir bílinn og horfir þessi lifandi ósköp inn í bílinn þannig að ég brosi bara til hans og lít svo til vinstri til að kanna hvort ég komist inn á götuna þegar hann er farinn yfir. Þegar ég sé svo að enginn bíll er að koma lít ég til hægri aftur til að kanna hvort hann sé ekki örugglega kominn yfir. Þá tek ég eftir mér til furðu að manngreyið hafi greinilega hjólað á kantinn þar sem ég var það framarlega að hann komst ekki upp þar sem enginn kantur var og já hvað haldiði, flogið á hausinn. Mér varð svo um þar sem ég vorkenndi honum og vildi ekki gera niðurlægingu hans enn meiri þar sem hann var að staulast á lappir að ég gaf bara í og ætlaði að láta mig hverfa. But hvað þá??? plúmm plúmm, plúmm plúmm. Já ég sem sagt keyrði yfir hjólið hans sem lá þarna á götunni þar sem hann var ekki búinn að ná að standa upp. Sjatturinn ég skrúfaði niður rúðuna og spurði hvort hann væri nú í lagi og já hjólið hans líka og það eina sem hann gat stunið upp var: "jújú allt í góðu, þetta segir manni bara að eftir einn ei hjóli neinn!!" Og með því staulaðist hann á lappir og upp á hjólið. Ég var bara fljót að láta mig hverfa.

Nú eigið þið að giska, hvor sagan er sönn?
Og já ég ætla að klukka Viggu og Gunnellu þannig að nú eiga þær að koma með sögur á sitt blogg :)

Ble

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home