RebZ, villikisi með meiru :o)

Of mikið af húsverkum valda heilaskaða....

þriðjudagur, mars 07, 2006

Er mar í lagi???

Sudoku talnaþrautin er sögð skemmtileg, krefjandi og ávanabindandi. Huuhhh já ég hef orðið fyrir barðinu á því. Búin að kaupa mér ótal sudoku bækur og blöð og get ekki sofnað nema með sudoku gátu og blýant mér við hlið. Svo fer ég á sudoku.is og geri gátu dagsins þar á hverjum degi. Málið er þar að sá fyrsti sem gerir gátuna fær 300 stig, sá næsti 200 og allir 100 eftir það. Ég komst á topp 10 um daginn og var nú alveg svaða glöð en samkeppnin er hörð því það eru alltaf 3 á undan mér sama hvað ég reyni að vera fljót (vantar kannski eitthvað upp á snerpuna hjá sumum). Gátan birtist alltaf korter í 12 á kvöldin og því er rífress takkinn á tölvunni minni ansi heitur af ofnotkun frá hálf 12 :) (ef einhver er að reyna að tala við mig í kringum 12 leytið á kvöldin... hehe segi bara DON'T EVEN THINK ABOUT IT!!!) Ekki það að ég sé að sækja í vinningana sem sökka BTW heldur er þetta endalausa þrjóskan mín sem ég á oft erfitt með að hemja.

Svo í kvöld hefur eitthvað klikkað. Gátan er ekki komin inn og klukkan er að verða 1. Voru þeir kannski að breyta um tímabelti hummmmm??? Og ávaninn er svo mikill að ég er enn að bíða þó ég hafi heitið sjálfri mér því að fara snemma að sofa í kvöld aldrei þessu vant þar sem ég var dugleg að undirbúa mig fyrir próf í dag. Arg og garg hvað ég get verið sick......

Er samt alveg að gefast upp núna og er að spá í að grípa bara sudokublaðið og blýantinn með mér í bælið. Og hvað þá???? Jú nú er sjónvarpsþáttur sem mig langar til að glápa á að byrja. Gat verið. Mér er það ómögulegt að fara snemma að sofa... þá er það bara kaffibolli og tannstönglar á augnlokin í fyrirlestri hjá Snæju pæju hagfræðitúttu í fyrramálið.

En að öðru, Vigga bestasta ætlar að bjóða mér í kveðju "belju" á miðvikudaginn. (Ég kalla lambalæri löpp og nautakjöt belju svona fyrir þá sem ekki vita). Sem sagt fæ ég brilla matarboð og auðvitað verður ekta belja við borðið, ekki hægt að hafa kveðjudinner án hennar, kannski bara svona 9% :) Takk takk so mikket, ég einfaldlega elska matarboð (næsta áhugamál á eftir svefni er að eta góðan mat).

P.s. Ætlar enginn nema Gunnella að commenta á nýja lúkkið á síðunni minni? Var heilt kvöld að föndra þennan header mar og vantar smá hrós :)

Over and out my friends ;)

6 Comments:

  • At þri. mar. 07, 08:18:00 f.h. 2006, Anonymous Nafnlaus said…

    Hvað ertu að kvarta með lookið á síðunni - mjög fresh. Já "Beljan" tekin út úr frystinum í morgunsárið og bíður slátrunar annað kvöld. muhahahahahahahah......

     
  • At þri. mar. 07, 12:06:00 e.h. 2006, Blogger RebZ said…

    Hehe ég er að tala um lúkkið á commentunum ekki á síðuna. Mér finnst síðan æði hahahaha.
    Hlakka ýkt til beljunnar :)

     
  • At þri. mar. 07, 05:10:00 e.h. 2006, Anonymous Nafnlaus said…

    Bara að kvitta svo það verði ekki hreytt í mig :P

     
  • At mið. mar. 08, 03:26:00 e.h. 2006, Anonymous Nafnlaus said…

    Jæja, hér með kvitta ég fyrir heimsókn mína hið fyrsta sinn enda varla stætt á öðru sökum ákafrar gagnrýni fyrir áður sýnt tómlæti í þeim efnum. Ég vil óska þér til hamingju með nýju áferð síðunnar og þykir mér vel hafa tekist til enda módern- og mínímalískt sem í núinu þykir móðins. Hvað Sudoku hremmingar þínar varðar er ég sannfærður um að þarna sé á ferðinni samsæri gagnvart ötulum Sudoku-verjum (such as yourself) sem á hverju kvöldi færa fórna til að viðhalda og efla samkeppnisstöðu sína í hinu grimmilega miðnætureinvígi sem þarna fer alla jafna fram. Svei attan!

     
  • At mið. mar. 08, 11:47:00 e.h. 2006, Anonymous Nafnlaus said…

    Kristján, mér þykir tómlæti þitt í kommentamálinu hinu síðara afar alvarlegt.

     
  • At fös. mar. 10, 09:05:00 f.h. 2006, Anonymous Nafnlaus said…

    YOU VE BEEN HIT BY THE

    |^^^^^^^^^^^^|
    |BEAUTIFUL truck | |""";.., ___.
    |_..._...______===|= _|__|..., ] |
    "(@ ) (@ )""""*|(@ )(@ )*****(@

    ONCE YOU VE BEEN HIT, YOU HAVE TO HIT 8 Beautiful People IF YOU GET HIT AGAIN YOU LL KNOW YOU RE REALLY BEAUTIFUL! IF YOU BRAKE THE CHAIN, YOU LL BE CURSED WITH UGLYNESS FOR 10 YEARS SO PASS IT HIT WHO EVER YOU THINK IS BEAUTIFUL!

     

Skrifa ummæli

<< Home