Kína here I come :)
Þá er komið að því. Síðasta bloggið á klakanum í bili. Ég kláraði prófin í dag, tók próf í stjórnunarbókhaldi í morgun, fjögurra tíma próf púff, og svo tók ég munnlegt próf í vinnurétti klukkan 4 í dag og kláraði þar með þessi 6 próf sem ég tek þessa önnina. Ég var sem betur fer búin að pakka og leiðin lá beint út í bíl eftir prófið. Keyrði í bæinn í snarheitum og rétt náði á rokktónleika í Smáraskóla þar sem hún sætasta dóttir mín var að syngja. Geggjaðir tónleikar í alla staði. Svo lá leiðin á Friday's þar sem mor og far buðu mér og mínum fylgifiskum í lovlí dinner og öllara (fyrir þá sem höfðu aldur til, litlu fiskarnir mínir fengu nú bara kók).
Núna er ég í Kópavoginum og er að bíða eftir American Idol á Stöð2+ og sötra einn öl svo ég nái nú að sofna eitthvað á eftir. Skrítin þessi tilhlökkunar/ofsakvíða tilfinning sem ég er búin að upplifa síðustu daga. Veit ekki alveg hvernig ég á að taka á þessu en ég held að harkan 6 og ísdrottningartaktarnir virki best núna ef ég ætla að komast heil á geði út.
London á morgun, búið að panta fyrir okkur borð á Mezzo í Soho annað kvöld og svo verður eitthvað pöbbarölterí. Flugið til Kína er á laugardaginn rétt eftir hádegi, 11 tíma flug aha og er lending að staðartíma á Pudong flugvelli kl. 8 eða 9 um morguninn. Fyrir þá sem vilja reikna þá verð ég 8 tímum á undan ykkur. 12 á miðnætti hér, 8 að morgni í Kína og svo framvegis :)
Bið að heilsa í bili og reyni að demba hér inn fréttum um leið og ég get. Vona bara að fuglaflensuspádómar Maddömmunnar rætist ekki, ég nenni engan veginn í Hrísey í júní.
Well lovuall og sé ykkur í júní :)
Þá er komið að því. Síðasta bloggið á klakanum í bili. Ég kláraði prófin í dag, tók próf í stjórnunarbókhaldi í morgun, fjögurra tíma próf púff, og svo tók ég munnlegt próf í vinnurétti klukkan 4 í dag og kláraði þar með þessi 6 próf sem ég tek þessa önnina. Ég var sem betur fer búin að pakka og leiðin lá beint út í bíl eftir prófið. Keyrði í bæinn í snarheitum og rétt náði á rokktónleika í Smáraskóla þar sem hún sætasta dóttir mín var að syngja. Geggjaðir tónleikar í alla staði. Svo lá leiðin á Friday's þar sem mor og far buðu mér og mínum fylgifiskum í lovlí dinner og öllara (fyrir þá sem höfðu aldur til, litlu fiskarnir mínir fengu nú bara kók).
Núna er ég í Kópavoginum og er að bíða eftir American Idol á Stöð2+ og sötra einn öl svo ég nái nú að sofna eitthvað á eftir. Skrítin þessi tilhlökkunar/ofsakvíða tilfinning sem ég er búin að upplifa síðustu daga. Veit ekki alveg hvernig ég á að taka á þessu en ég held að harkan 6 og ísdrottningartaktarnir virki best núna ef ég ætla að komast heil á geði út.
London á morgun, búið að panta fyrir okkur borð á Mezzo í Soho annað kvöld og svo verður eitthvað pöbbarölterí. Flugið til Kína er á laugardaginn rétt eftir hádegi, 11 tíma flug aha og er lending að staðartíma á Pudong flugvelli kl. 8 eða 9 um morguninn. Fyrir þá sem vilja reikna þá verð ég 8 tímum á undan ykkur. 12 á miðnætti hér, 8 að morgni í Kína og svo framvegis :)
Bið að heilsa í bili og reyni að demba hér inn fréttum um leið og ég get. Vona bara að fuglaflensuspádómar Maddömmunnar rætist ekki, ég nenni engan veginn í Hrísey í júní.
Well lovuall og sé ykkur í júní :)
2 Comments:
At fös. mar. 17, 01:26:00 e.h. 2006, Nafnlaus said…
væl og skæl... vantar eitthvað í kjallarann strax og þú ekki farin á loft. snökt snökt.......:(
Já ísdrottningataktarnir koma sér vel stundum, taktu hörkuna á þetta - hún kemur sér vel stundum. Góða ferð - kiss kiss.
V
At þri. mar. 21, 08:42:00 f.h. 2006, Miss Marsibil said…
Jæja skvís!
Njóttu Kína í botn, verður gaman að fylgjast með :)
Skrifa ummæli
<< Home