RebZ, villikisi með meiru :o)

Of mikið af húsverkum valda heilaskaða....

miðvikudagur, mars 01, 2006

Stutt og laggott fyrir síðustu daga:

  1. Fór á Bifró um síðustu helgi og hef sjaldan skemmt mér eins vel.
  2. Yoko Ono atriðið sem ég og Vigga vorum umbar fyrir lenti í öðru sæti. Stóðu sig frábærlega og náðu þvílíkri stemningu í salnum.
  3. Ég seldi flottasta bílinn minn í síðustu viku grát grát
  4. Hlutafélagið Bikerz@bifröst hefur ákveðið að selja hlutafé sitt sem er í formi mótorhjóls. Hluthafar hyggja á frekari fjárfestingar í einkahlutafélögum :)
  5. Ég fékk þrifæði í gær, enda tók ég töflur í dag til að stoppa þessa undarlegu hegðun.
  6. Ég þarf að fara að læra fyrir próf sem byrja víst þarnæsta laugardag *pjúg*
  7. Ég tek síðasta prófið 17. mars og flýg út til London sama dag. Hvernig í vör á ég að fara að þessu?
  8. Ég er farin að hlakka ýkt til ferðarinnar en held ég kvíði jafn mikið fyrir.
  9. Villi Skúla missworldpabbi var kosinn "herra Bifröst" á Bifró. Gaman að vera í Kína með svo frægum manni ;) Mun nota mér það óspart til að koma sjálfri mér áfram :)
  10. Ég er búin að redda mér flugmiðum, bólusetningum, tryggingum, lyfjum, hóteli í London, hóteli í Sjanghai, pickuppi í Sjanghai og bangsa fyrir ferðina (Bjartur Logi telur bangsa að heiman nauðsynlegan). Er ég að gleyma einhverju?
  11. Að mati Bjarts má ég ekki taka of mikið af "skóum" með mér. Hvernig á ég að ná að pakka í eina tösku fyrir 3 mánuði?????
  12. Akkúrat núna langar mig í ræktina en þar sem ég er að fara til Kína eftir nokkra daga ákvað ég að setjast í sófann og láta löngunina líða úr mér með kók í annarri og sígó í hinni ;)
  13. Dick Cheney er góður "vinur" minn :) *hóst einkahúmor*
  14. Það er öskudagur í dag og ÖLL börn Bifrastar og nágrennis eru að safna sér nammi með því að ganga í hús og syngja. Óskalag mitt er "Til hamingju Ísland". Öll börn sem syngja það fyrir mig fá tvöfaldan skammt :)
  15. Ég á að vera að gera verkefni í þjóðhagfræði um stýrivexti Seðlabankans og co. Er ég að nenna því? Neeeeeeeeeiiiiiiii sýnist ykkur það?
  16. 1. mars er bjórdagur Íslendinga er haggi. Held ég fái mér bara einn í tilefni dagsins og láti námsáhyggjur um lönd og leið.

*hikk* skál!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home