Grillmeistarinn 2006
Er ég snillingur eða er ég snillingur? Ákvað að grilla í gær, er með voða fínt gasgrill hér á svölunum. Tókst nú að kveikja á því og svona og fór svo inn að sækja kjötið. Tafðist aðeins í eldhúsinu og heyrði svo bara brjálað brak og smelli og það fyrsta sem ég hugsaði var, fokking rúðan er að smassast. Hljóp út og dróg grillið frá glugganum, inni í því var bara eldur, greinilega gömul kjötfita sem kviknaði í. Þegar ég opnaði það sá ég að ein grindin hafði dottið og þar var ég viss um að brestirnir væru frá henni. BUT NO, þegar mér varð litið á gluggann sá ég að það var sprunga í rúðunni. Og guess what, þessi rúða er stór, já mjög STÓR, næstum frá gólfi og upp í loft en við hlið þessarar rúðu er pínulítil og mjó rúða, já hún sprakk ekki, nei það var þessi stóra. Held ég taki upp nafnið Lukku Láki núna, ég er ALLTAF svo hræðilega seinheppin eða já bara óheppin!!! Nú finnst mér að ég eigi að vinna í HHÍ.
That's all folks, ég verð víst seint titluð sem grillmeistarinn 2006 :(
Er ég snillingur eða er ég snillingur? Ákvað að grilla í gær, er með voða fínt gasgrill hér á svölunum. Tókst nú að kveikja á því og svona og fór svo inn að sækja kjötið. Tafðist aðeins í eldhúsinu og heyrði svo bara brjálað brak og smelli og það fyrsta sem ég hugsaði var, fokking rúðan er að smassast. Hljóp út og dróg grillið frá glugganum, inni í því var bara eldur, greinilega gömul kjötfita sem kviknaði í. Þegar ég opnaði það sá ég að ein grindin hafði dottið og þar var ég viss um að brestirnir væru frá henni. BUT NO, þegar mér varð litið á gluggann sá ég að það var sprunga í rúðunni. Og guess what, þessi rúða er stór, já mjög STÓR, næstum frá gólfi og upp í loft en við hlið þessarar rúðu er pínulítil og mjó rúða, já hún sprakk ekki, nei það var þessi stóra. Held ég taki upp nafnið Lukku Láki núna, ég er ALLTAF svo hræðilega seinheppin eða já bara óheppin!!! Nú finnst mér að ég eigi að vinna í HHÍ.
That's all folks, ég verð víst seint titluð sem grillmeistarinn 2006 :(
1 Comments:
At fim. ágú. 31, 11:18:00 e.h. 2006, Nafnlaus said…
Kæra Rebz,
Munurinn á þér og mér er sá að ég viðurkenni vanmátt minn gagnvart hverskonar eldamennsku og fjárfesti því í 1944 reglulega og nota örbylgjuna óspart :P
Skrifa ummæli
<< Home