RebZ, villikisi með meiru :o)

Of mikið af húsverkum valda heilaskaða....

föstudagur, ágúst 18, 2006

Grillmeistarinn 2006

Er ég snillingur eða er ég snillingur? Ákvað að grilla í gær, er með voða fínt gasgrill hér á svölunum. Tókst nú að kveikja á því og svona og fór svo inn að sækja kjötið. Tafðist aðeins í eldhúsinu og heyrði svo bara brjálað brak og smelli og það fyrsta sem ég hugsaði var, fokking rúðan er að smassast. Hljóp út og dróg grillið frá glugganum, inni í því var bara eldur, greinilega gömul kjötfita sem kviknaði í. Þegar ég opnaði það sá ég að ein grindin hafði dottið og þar var ég viss um að brestirnir væru frá henni. BUT NO, þegar mér varð litið á gluggann sá ég að það var sprunga í rúðunni. Og guess what, þessi rúða er stór, já mjög STÓR, næstum frá gólfi og upp í loft en við hlið þessarar rúðu er pínulítil og mjó rúða, já hún sprakk ekki, nei það var þessi stóra. Held ég taki upp nafnið Lukku Láki núna, ég er ALLTAF svo hræðilega seinheppin eða já bara óheppin!!! Nú finnst mér að ég eigi að vinna í HHÍ.

That's all folks, ég verð víst seint titluð sem grillmeistarinn 2006 :(

miðvikudagur, ágúst 09, 2006Bjútíbollan

Já hann var stór kallinn, 54,5 cm. Hann er svo líkur bróður sínum að þetta er næstum bara sama krílið. Efri myndin er af Mjúka nýfæddum fyrir tveimur árum, neðri er af Keisaranum :) já og þeir eru alveg eins.....

L8er
Keisari er fæddur :)

Sko ég sagði að ekki mætti vanmeta kreistuhæfileika mína :) Þetta tókst hjá mér, HANN er kominn í heiminn
:) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :) :)

Fór til Mörgæsar í dag að kreista, hún fékk hríðir og allir upp á spítala klukkan 10 í kvöld. Kreist og puðað til að verða hálf 3 þegar sá litli var orðinn of þreyttur fyrir okkur og því var Mör send í acut keisara og fengum því ég og Selur ekki að vera með. Prinsinn kom í heiminn 2:40 í nótt, 4132 grömm sem gera rúmar 16 og hálfa merkur (mörk...... hmmm hvernig er hálf svona eining skilgreind???) Allavega þá var ekki búið að mæla lengdina áðan en mér fannst hann bara pogguponsu lítill. Ég og Selur fengum að sjá hann stuttu seinna og hann var sko algjört krútt (og bara hafa það á hreinu að það fór EKKI að klingja í neinum bjöllum hjá minni!!!!!! hann er samt ÆÐI). Svo fylgdum við Möggs upp á gjörgæslu en þar þurfti hún að vera í ca. 2 tíma meðan hún var að vakna úr svæfingunni. Þar kvaddi ég þau og fór heim enda orðin ansi lúin. Svo er bara að vona að ég fái að skoða hann betur á morgun. Innilega til lukku Mörgæs, Selur og Mjúki my lobster, hlakka til að fá að knúsa hann í klessu :)

Well farin í bæli eftir frábæra nótt :) Ble

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Jæja

Það er eitthvað ves á Kínablogginu mínu þannig að myndirnar birtast ekki heldur. Nenni ekki að spá í því núna hvað er að, finn út úr þessu later.
"Róleg" helgi að baki, fór ekki til Eyja búhú en skemmti mér ágætlega hér í borg óttans :)

Well ég er farin að kreista frænku mína / frænda minn út úr henni systur minni, engin ástæða til að bíða lengur þar sem áætlaður fæðingartími er á morgun. Ef hún / hann þykist ætla að bíða fram á afmælisdag Mjúka sem er þann 13. þá vanmetur hún / hann kreistuhæfileika frænku sinnar. Sjáum til hvað setur :)

Ble
P.s. Pæling dagsins: þar sem Mjúki er lobsterinn minn ætti ég þá að kalla nýja barnið rækjuna mína? Hummmmmmm........

föstudagur, ágúst 04, 2006

Myndir sem gleymdust

Já og ég var að setja inn myndir frá próflokunum úti í Kína inn á Kínabloggið mitt. Þessar myndir gleymdust víst ;)
http://www.123.is/album/display.aspx?fn=rebekka&aid=827379715

Ble
Immitt...

Kannski kominn tími á nýtt blogg :) Búið að vera nóg að gera síðustu vikur. Flutti í bæinn þann 21. júlí, fékk ekki net fyrr en núna í vikunni þannig að ég var hálf handalaus fram að því. Annars er ég búin að koma mér fínt fyrir eftir nokkrar ferðir í IKEA og Rúmfatalagerinn.

Það er nú smá fyndið að vera laus úr einangruninni uppi á Bif. Hér í bryggjuhverfinu er lífið svo allt öðruvísi. Það er frekar mikil umferð hér um götuna og alltaf eitthvað líf, reyndar er lífið í formi bílvéla en líf þó :) Svo eru það nágrannarnir. Hér í blokkinu býr einungis barnlaust fólk, í símaskránni er meira að segja ein titluð sem frú. Heyri nú ekkert í neinum og hef séð ansi fáa þannig að þetta er næstum eins og að búa í einbýlishúsi ;) Svo eru það karlmennirnir í næstu blokk, frekar miklar furðuverur. Ég veit ekki hvað þeir eru margir sem búa í þessari íbúð en allavega hef ég séð þá ófáa úti á svölum og alltaf eru þeir með fartölvurnar með sér. Skil ekki alveg tilganginn í því að vera með fartölvuna úti á svölum en ég er sko að tala um oft á dag og lengi í einu. Og já þetta eru bara karlmenn sem ég sé þarna. Um daginn var einn þeirra úti á svölum í tölvunni og mér er litið til hans þegar ég sé annan koma í hurðina og tala við hinn. Hann var ber að ofan (hef reyndar oft séð að þeir eru berir að ofan þarna inni) en svo þegar hann gekk frá hurðinni tók ég eftir að hann var nú bara komplítlí nakinn..... og hann bara sprellaðist þarna í stofunni og ég með beint view inn í stofu. Ég reyndi eftir bestu getu að fylgjast vel með án þess að það sæist að ég væri á gægjum. Held ég þurfi að fá mér sterkari gleraugu fyrir næstu sýningu hehe. Annars sá ég í blaðinu um daginn að þessi íbúð sem þeir eru í var að fara á sölu þannig að ég fer brátt að missa kvöldsýninguna mína :(

Ég hef engin plön fyrir helgina, nema kannski að kíkja á djamm með Kotastelpum. Hvað er málið með það að hafa ekki plön yfir versló??? Ætli ég verði að fara að viðurkenna þá staðreynd að ég er að verða gömul hahahhaaha glætan og aldrei!!!!

Innsetning og farargerð sbr. lög nr. 199 frá 2006 um búferlaflutninga
Næstu helgi verður svo import/export partí hjá mér og Viggu. Ég ætla að bjóða þeim sem hjálpuðu mér í flutningunum og þrifunum í mat á undan og svo verður mögnuð stemning fram eftir kvöldi þegar hinir sem nenntu ekki að hjálpa koma í partí. Viggan okkar er að fara til Kanada eftir já 18 daga (gvöð Vigga, það er svo stutt í þetta) og því erum við einnig að kveðja hana. Og ef einhver les þetta og var ekki boðið en langar að koma er um að gera að hafa bara samband :) Enginn heilagur boðslisti sko. Hlakka til að sjá alla og góða skapið er skylda!

Well ætla að fara að pakka krökkunum í töskur, þau eru að fara í bússssstað (sússssssanna) með ma og pa þannig að ég verð alein í kotinu næstu daga. Grát og vein, það er stundum einmanalegt í borg óttans ;(

BLE