RebZ, villikisi með meiru :o)

Of mikið af húsverkum valda heilaskaða....

mánudagur, nóvember 28, 2005


Kína baby :)

Well þá er það komið á hreint. Ég er að fara til Kína víííí. Fer að öllum líkindum út 11. mars, flýg til London, stoppa kannski þar til að kíkja á eins og einn fótboltaleik :) og svo þaðan út til Sjanghæ á sunnudeginum. Skólinn úti byrjar 20. mars þannig að það verður smá tími til að undirbúa sig og kynnast nágrenninu við skólann. Dísús hvað þetta verður gaman. Bjartur Logi (alþjóðafulltrúinn okkar) ætlar að koma með og vera í viku til að kynna okkur fyrir því helsta (s.s. góðum klæðskerum, flottum skemmtistöðum, pöbbum, veitingahúsum, verslunum og framvegis). Nú er bara spurning: á mar að vera á kampus eða reyna að fá flotta íbúð á leigu. Skólinn verður búinn í byrjun júní og þá er kannski spurning um að taka smá frí og ferðast smá hmmmmmmm allt í skoðun. Nóg að gerast í hausnum á mér þessa dagana semsagt :) Það er endurnýjun á vegabréfi, bólusetningar, landleyfi í Kína, umsókn í skólann, leit að íbúð og alles. Púffffffff held ég þurfi lyf næstu daga við þriðja stigs vöðvabólgu þar sem ég er skipulagssjúk og enda alltaf eins og hertur þorskur í öxlunum þegar eitthvað stress er í gangi. Ég á örugglega ekki eftir að sofa úr spenningi næstu 3 mánuðina....

Annars er missó byrjað og brjáluð vinna framundan. Spurning um að hugsa um það en ekki Kína næstu 2 vikurnar :)

lovuall
megaspenntRebZ

þriðjudagur, nóvember 22, 2005


Ammilisgjöfin

Þá er hégóminn kominn á efsta stig hahahaha. Ammilisgjöfin frá yndislegu vinum mínum hér á Bif er komin á kaggann. Varð bara að sýna ykkur :) mont mont

lovuall

mánudagur, nóvember 21, 2005

Fjölskylduharmleikur hehe


Well well

Þá er tveimur prófum af fimm lokið. Í dag var það stefnumiðuð áætlunargerð og ég held barasta að mér hafi gengið alveg ágætt. Engin nía en vonandi næ ég þessu, tókst allavega að föndra fram alveg ágætis áætlanir. Setti reyndar annað fyrirtækið alveg gjörsamlega á hausinn en jæja þannig er lífið, það vinna ekki allir. Svo er bara frí á morgun þar sem við tókum eitt prófið í síðustu viku og svo eru það síðustu þrjú á miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Verður ógó gott þegar þetta er allt liðið. En þá tekur missó við sem verður vonandi bara stuð. Við erum með fínt verkefni sem ég held að verði bara gaman að vinna. Fattaði reyndar í gærkvöldi þegar ég var að læra fyrir prófið að mig langar að EVA greina (economic value added) eitthvað fyrirtæki, kannski spurning um BS ritgerð bara ef það er nógu ítarlegt fyrir hana hmmmmm. Hef varla sofið fyrir áhyggjum síðustu ár yfir þessari blessuðu ritgerð, gæti nú bara gerst að þetta verði bara stuð eftir allt saman. Alveg mér líkt að hafa áhyggjur nokkur ár fram í tímann.

En að allt öðru. Alltaf action á Bif og bara orðið mánaðarleg fréttaklausa í DV. Held nú samt að fréttin í dag sé þónokkuð ýkt eins og flestar fréttir hjá þessu blessaða blaði. Vona bara að þetta endi vel fyrir aðilana, gott fólk á ferð en það geta víst allir gert mistök í lífinu. Ég er reyndar ekki búin að sjá blaðið, var uppselt þegar ég komst í búðina hér á Bif en hef heyrt svona upp og ofan af þessu.

Jæja nóg af ropi í dag...

lovuall

þriðjudagur, nóvember 15, 2005


Ódugnaður

Jæja það hafa víst verið einhverjar kvartanir yfir ódugnaði mínum síðustu vikur. Verð víst að bæta úr því :)

Alltaf nóg að gera á Röstinni. Var í lokapófi í IMCB (international marketing and consumer behaviour) í gær og gekk bara fínt. Missóhópurinn minn að hittast annaðkvöld til að gera rannsóknaráætlun fyrir missóverkefnið okkar, verður stuð þar :) Svo byrja prófin á mánudaginn og verða út alla vikuna og svo próflokadjamm hér uppfrá á föstudeginum. Semsagt massa mikið að gera næstu 2 vikurnar.

Svo á míns bara ammili á morgun, 16. nóvember tú bí spesiffikk, og já míns bara að verða tuttugu og tíu ára (já ætla að geyma aðeins þriðja tuginn, ég er alltaf bara 25 í anda hehe). Þessi dagur er dagur íslenskrar tungu sem á nú ansi vel við mig villupúkann. Held að eitthvað af genum Jónasar Hallgrímssonar hafi sniglað sér í genablönduna mína en hann átti víst afmæli þennan dag líka.

Síðasta laugardag hélt ég svo smá veislu fyrir vini og vandamenn heima hjá ma og pa í Kópavoginum. Allt voða vel heppnað og mikið trallað. Ég og nokkrir fleiri ásamt múttu og fleiri frænkum enduðum á Players á svaða balli. Tjúttað fram á lokun og svo bara heim. Frábært kvöld í alla staði. Fékk fullt af flottum gjöfum: allskonar Kínadót til brúks þegar ég fer þangað í mars (ef ég fæ undanþáguna), fullt af aurum til að kaupa mér einkanúmer á kaggann minn, úttekt í Kringlunni, hálsmen, eyrnalokka, rauðvín+glös, hotshot flösku, blóm, kerti, bangsa, ilmvatn og sturtusápu og frábært fönduralbúm frá Mör söst sem spannar öll mín tuttugu og tíu ár í máli og myndum, brjáluð snilld. Já og síðast en ekki síst þá gáfu ma og pa mér veisluna í afmælisgjöf, rosa fín veisla. Takk allir fyrir mig :* Tók eitthvað af myndum sem koma hér inn við tækifæri.

Well nú er það lærdómur.

Lovuall :)