fimmtudagur, júní 30, 2005
miðvikudagur, júní 29, 2005
Guten tag
Úff hvað dagarnir eru fljótir að líða. Er í sveitinni að vinna, voða stuð or not. Erum að standsetja íbúðirnar fyrir meistaranemana sem koma um þar næstu helgi. Allt þarf að vera hreint og fínt og með réttum útbúnaði. Þannig að dagarnir fljúga áfram. Svo er ég að sinna þremur börnum á kvöldin (nei ég er ekki búin að eignast þriðja barnið er bara með það í láni) þannig að það er nóg að gera á kvöldin líka. Við höfum pottast, farið út að borða og svo tók ég kast á viftuna og ofnskúffu í fyrradag. Þegar mar er að þrífa svona í vinnunni verður mar sjúkur þegar heim er komið. Þá sér mar hvað allt (sem flokkast ekki undir dagleg þrif) er skítugt: ofn, ofnskúffur, viftan, kísill á vöskum og í sturtu og strik á veggjum. Gæti alveg misst mig í þessu ef ég væri ekki svona svaðalega löt eftir vinnu. Það er of gott að setjast bara í sófann með tölvuna í fangið fram að matartíma. Mikið hvað þessi tölva er orðin framlenging á handleggina á mér.
Annars ætla ég að skutla krökkunum í bæinn á morgun (jamms minns að fara á ball á föst hér í sveitinni) og kannski koma við í Nítró og kaupa mér hjálm og hanska svo mar eigi nú einhvern útbúnað ef rétta hjólið skildi dúkka upp á borð hjá manni. Verð kannski í bænum annað kvöld, kannski ekki, veltur á ýmsu ;o) (ekki fleiri orð um það).
Síðasta helgi var geggjuð. Fór reyndar bara snemma að sofa á föst hjá mor og far og vaknaði spræk (eða hittó) kl. 14:10. Huhummmm átti að mæta í barnaafmæli kl. 2. Þannig að það var drifið í sturtu og klæði og farið í 8 ára afmæli hjá henni sætu Heklu Rut sem er dóttir Arndísar skutlu. Svo var börnum skutlað á sína staði og haldið í Ásgerðingagrillveislu sem var haldin hjá Óla í Giljaselinu. Þar var ansi margt brallað og er ég komin með fullt af myndum frá þessu frábæra kvöldi sem ég ætla að skella hér inn við tækifæri. Er enn að bíða eftir fleiri myndum frá Jóni Halldóri til að geta sett þetta allt á sömu síðu. Úr grillveislunni var haldið í bæinn og um leið og ég steig út úr leigubílnum hitti ég vooooooða sætan strák. Fórum svo öll (allavega flest öll) á Thorvaldsen og sátum þar í kjafteríi og sötri. Þaðan var haldið á Nasa og nokkur dansspor stigin og þvínæst á Victor. Hitti Erlu frá Bifröst og í sameiningu björguðum við Hjalta greyinu úr ansi tvíræðnum aðstæðum sem hann var búinn að koma sér í. (Hahaha hefðum kannski átt að geta bjargað fleirum ~~JH~~ ekki orð meir). Svo skundaði mín bara heim í Kópavoginn ansi sátt við kvöldið.
Daginn eftir var mér svo boðið í bíltúr sem var þónokkur svaðilför. (Bíllinn festist meðal annars í á, en bílstjórinn var nú svaða klár að bjarga okkur úr þeim aðstæðum fljótt og örugglega þótt eitthvað heyrðist nú í minni þegar vatnið var farið að flæða upp á húddið.) Enduðum á Laugarvatni og fengum okkur smá snæðing. Snilldardagur í alla staði. Svo var bara rúllað á Bifröstina og lífið tók sinn vanagang en samt er einhver svaða púki í mér. Spurning hvað veldur því hummmmmmmm.
Þetta er sem sagt ég þessa dagana:
Úff hvað dagarnir eru fljótir að líða. Er í sveitinni að vinna, voða stuð or not. Erum að standsetja íbúðirnar fyrir meistaranemana sem koma um þar næstu helgi. Allt þarf að vera hreint og fínt og með réttum útbúnaði. Þannig að dagarnir fljúga áfram. Svo er ég að sinna þremur börnum á kvöldin (nei ég er ekki búin að eignast þriðja barnið er bara með það í láni) þannig að það er nóg að gera á kvöldin líka. Við höfum pottast, farið út að borða og svo tók ég kast á viftuna og ofnskúffu í fyrradag. Þegar mar er að þrífa svona í vinnunni verður mar sjúkur þegar heim er komið. Þá sér mar hvað allt (sem flokkast ekki undir dagleg þrif) er skítugt: ofn, ofnskúffur, viftan, kísill á vöskum og í sturtu og strik á veggjum. Gæti alveg misst mig í þessu ef ég væri ekki svona svaðalega löt eftir vinnu. Það er of gott að setjast bara í sófann með tölvuna í fangið fram að matartíma. Mikið hvað þessi tölva er orðin framlenging á handleggina á mér.
Annars ætla ég að skutla krökkunum í bæinn á morgun (jamms minns að fara á ball á föst hér í sveitinni) og kannski koma við í Nítró og kaupa mér hjálm og hanska svo mar eigi nú einhvern útbúnað ef rétta hjólið skildi dúkka upp á borð hjá manni. Verð kannski í bænum annað kvöld, kannski ekki, veltur á ýmsu ;o) (ekki fleiri orð um það).
Síðasta helgi var geggjuð. Fór reyndar bara snemma að sofa á föst hjá mor og far og vaknaði spræk (eða hittó) kl. 14:10. Huhummmm átti að mæta í barnaafmæli kl. 2. Þannig að það var drifið í sturtu og klæði og farið í 8 ára afmæli hjá henni sætu Heklu Rut sem er dóttir Arndísar skutlu. Svo var börnum skutlað á sína staði og haldið í Ásgerðingagrillveislu sem var haldin hjá Óla í Giljaselinu. Þar var ansi margt brallað og er ég komin með fullt af myndum frá þessu frábæra kvöldi sem ég ætla að skella hér inn við tækifæri. Er enn að bíða eftir fleiri myndum frá Jóni Halldóri til að geta sett þetta allt á sömu síðu. Úr grillveislunni var haldið í bæinn og um leið og ég steig út úr leigubílnum hitti ég vooooooða sætan strák. Fórum svo öll (allavega flest öll) á Thorvaldsen og sátum þar í kjafteríi og sötri. Þaðan var haldið á Nasa og nokkur dansspor stigin og þvínæst á Victor. Hitti Erlu frá Bifröst og í sameiningu björguðum við Hjalta greyinu úr ansi tvíræðnum aðstæðum sem hann var búinn að koma sér í. (Hahaha hefðum kannski átt að geta bjargað fleirum ~~JH~~ ekki orð meir). Svo skundaði mín bara heim í Kópavoginn ansi sátt við kvöldið.
Daginn eftir var mér svo boðið í bíltúr sem var þónokkur svaðilför. (Bíllinn festist meðal annars í á, en bílstjórinn var nú svaða klár að bjarga okkur úr þeim aðstæðum fljótt og örugglega þótt eitthvað heyrðist nú í minni þegar vatnið var farið að flæða upp á húddið.) Enduðum á Laugarvatni og fengum okkur smá snæðing. Snilldardagur í alla staði. Svo var bara rúllað á Bifröstina og lífið tók sinn vanagang en samt er einhver svaða púki í mér. Spurning hvað veldur því hummmmmmmm.
Þetta er sem sagt ég þessa dagana:
Well að venju:
lovuall
púkAWAY
þriðjudagur, júní 28, 2005
föstudagur, júní 24, 2005
Bloggarar
Var að bæta við tveimur ferskum bloggurum hér á vinstri feld. Það eru Arndís skutla með meiru og svo Vigga maddama Ástralíu. Gaman að fylgjast með þeim ;o)
Annars var ég bara að klára að vinna og er á leið í bæinn enn eina ferðina. Blööööö nenni ekki meiru..............
bloggAWAY
Var að bæta við tveimur ferskum bloggurum hér á vinstri feld. Það eru Arndís skutla með meiru og svo Vigga maddama Ástralíu. Gaman að fylgjast með þeim ;o)
Annars var ég bara að klára að vinna og er á leið í bæinn enn eina ferðina. Blööööö nenni ekki meiru..............
bloggAWAY
fimmtudagur, júní 23, 2005
Rúst
Á einhvern undarlegan hátt hefur mér tekist að rústa bloggsíðunni minni. Hægri feldurinn minn er hurfinn gvöööööð. Hjááááálp.........
rústAWAY
Á einhvern undarlegan hátt hefur mér tekist að rústa bloggsíðunni minni. Hægri feldurinn minn er hurfinn gvöööööð. Hjááááálp.........
rústAWAY
Tíma 2 lokið ;o)
Snilld snilld snilld og bara gaman. Tími 2 var sem sagt áðan og þetta var bara geggjað. Ég er bara alveg að ná tökum á þessu. Spurning um hvernig gengur þegar ég verð sett á stærra hjól haha. Er enn á einhverjum Hondu stubb en er bara alveg að fíla stubbinn minn, við erum voða góðir vinir. En úbbs ég var samt vond við stubbinn áðan, var að stoppa og fór eitthvað asnalega niður með lappirnar og því hallaði hjólið soldið á aðra hliðina. Rebbinn var greinilega ekki nógu sterkur til að halda stubbnum uppi og því hrundi stubburinn í götuna og ég á eftir. Hahahahaha bara fyndið og náðist því miður ekki á filmu. Ég þurfti sem sagt að drattast upp af götunni og drepa á hjólinu en samt varð smá bensínleki þannig að ég varð að bíða smá þangað til ég komst á bak aftur. Var samt ekkert smeyk eftir fallið mikla. Sjáum til þegar kemur að því að detta á ferð, þá verð ég kannski ekki alveg eins kotroskin hehe.
Mont mont:
En hvað um það eins og ég sagði var tíminn alveg hreint frábær og ég get bara ekki beðið eftir næsta. Við tókum nokkrar myndir sem hægt er að skoða hér. Svo var ég að reyna að setja smá vídeó inn á heimasíðuna mína en það var ekki að virka. Þarf eitthvað að breyta einhverju formatti sem Hjalti ætlar að kíkja á fyrir mig. Verð nú að leyfa ykkur að sjá hvað ég er svaða dúleg mar ;o)
Svo er það skemmtanalífið. Mér er boðið í Ásgerðingagrillveislu á laugardaginn í breiðholtinu og mun að sjálfsögðu mæta þangað. Ætli það verði ekki eitthvað heavy djamm eftir það ef ég þekki þann hóp rétt ;o) Svo verður ball í Hreddanum 1. júlí með Stuðmönnum. Audda er skyldumæting á það, ekki oft sem það eru sveitaböll!!!! Endilega fyrir ykkur miðbæjarrottur að kíkja í sveitina á ball :)
Well ætla að hoppa í smá sturtu og skola niður eins og einum köldum eftir erfiðan en skemmtilegan dag. Það er nú einu sinni fimmtudagur á Bifröstinni ;o)
Síja
stuðAWAY
Snilld snilld snilld og bara gaman. Tími 2 var sem sagt áðan og þetta var bara geggjað. Ég er bara alveg að ná tökum á þessu. Spurning um hvernig gengur þegar ég verð sett á stærra hjól haha. Er enn á einhverjum Hondu stubb en er bara alveg að fíla stubbinn minn, við erum voða góðir vinir. En úbbs ég var samt vond við stubbinn áðan, var að stoppa og fór eitthvað asnalega niður með lappirnar og því hallaði hjólið soldið á aðra hliðina. Rebbinn var greinilega ekki nógu sterkur til að halda stubbnum uppi og því hrundi stubburinn í götuna og ég á eftir. Hahahahaha bara fyndið og náðist því miður ekki á filmu. Ég þurfti sem sagt að drattast upp af götunni og drepa á hjólinu en samt varð smá bensínleki þannig að ég varð að bíða smá þangað til ég komst á bak aftur. Var samt ekkert smeyk eftir fallið mikla. Sjáum til þegar kemur að því að detta á ferð, þá verð ég kannski ekki alveg eins kotroskin hehe.
Mont mont:
En hvað um það eins og ég sagði var tíminn alveg hreint frábær og ég get bara ekki beðið eftir næsta. Við tókum nokkrar myndir sem hægt er að skoða hér. Svo var ég að reyna að setja smá vídeó inn á heimasíðuna mína en það var ekki að virka. Þarf eitthvað að breyta einhverju formatti sem Hjalti ætlar að kíkja á fyrir mig. Verð nú að leyfa ykkur að sjá hvað ég er svaða dúleg mar ;o)
Svo er það skemmtanalífið. Mér er boðið í Ásgerðingagrillveislu á laugardaginn í breiðholtinu og mun að sjálfsögðu mæta þangað. Ætli það verði ekki eitthvað heavy djamm eftir það ef ég þekki þann hóp rétt ;o) Svo verður ball í Hreddanum 1. júlí með Stuðmönnum. Audda er skyldumæting á það, ekki oft sem það eru sveitaböll!!!! Endilega fyrir ykkur miðbæjarrottur að kíkja í sveitina á ball :)
Well ætla að hoppa í smá sturtu og skola niður eins og einum köldum eftir erfiðan en skemmtilegan dag. Það er nú einu sinni fimmtudagur á Bifröstinni ;o)
Síja
stuðAWAY
miðvikudagur, júní 22, 2005
Biker 1
Hér er svo fyrsta myndin tekin á símann minn þannig að hún er ekki stór en ég ætla að taka betri myndir í kvöld ;o)
bikeAWAY
Hér er svo fyrsta myndin tekin á símann minn þannig að hún er ekki stór en ég ætla að taka betri myndir í kvöld ;o)
bikeAWAY
Túddúrú
Fór í fyrsta tímann minn í gær og váááá hvað þetta var gaman. Var sett beint á hjólið og varð bara að gjöra svo vel að taka af stað. Svo var ég látin sveima í hringi svo ég fengi tilfinningu fyrir hjólinu og æfa mig í að bremsa og taka af stað. Þetta gekk svona upp og ofan en ég var allavega farin að gefa aðeins í fyrir rest og prófa keilubrautina (notaði reyndar bara aðra eða þriðju hverju svona fyrst), ég var soldið smeyk við að beygja þar sem mér fannst alltaf eins og ég væri að fara á hliðina (Hjalta tókst það nú!!!! en slasaðist voða lítið, reyndar var það hjólið sem hann var á sem olli þessu falli hans, inngjöfin eitthvað í rugli). En hvað um það ég sveimaði þarna um einhverja fótboltavelli og var orðin nokkuð kræf í lokin. Þorði að taka svona nokkurn veginn U beygju og potast í keilubrautinni. Hjalti tók nú vídeó af mér sem ég hef ekki séð og veit ekki alveg hvort mig langi að sjá það hahahaha. Var ekki alveg búin að finna kúplingspunktinn sko huhummmm. Kannski ég setji það inn á heimasíðuna mína, það er aldrei að vita.
Næsti tími er svo í kvöld kl. 6 og þá verður spennandi að sjá hvort manni hafi farið eitthvað fram. Farin að hlakka ýkt til. Eins og ég segi: THIS IS LIFE!!!!
Síja
hjólAWAY
Fór í fyrsta tímann minn í gær og váááá hvað þetta var gaman. Var sett beint á hjólið og varð bara að gjöra svo vel að taka af stað. Svo var ég látin sveima í hringi svo ég fengi tilfinningu fyrir hjólinu og æfa mig í að bremsa og taka af stað. Þetta gekk svona upp og ofan en ég var allavega farin að gefa aðeins í fyrir rest og prófa keilubrautina (notaði reyndar bara aðra eða þriðju hverju svona fyrst), ég var soldið smeyk við að beygja þar sem mér fannst alltaf eins og ég væri að fara á hliðina (Hjalta tókst það nú!!!! en slasaðist voða lítið, reyndar var það hjólið sem hann var á sem olli þessu falli hans, inngjöfin eitthvað í rugli). En hvað um það ég sveimaði þarna um einhverja fótboltavelli og var orðin nokkuð kræf í lokin. Þorði að taka svona nokkurn veginn U beygju og potast í keilubrautinni. Hjalti tók nú vídeó af mér sem ég hef ekki séð og veit ekki alveg hvort mig langi að sjá það hahahaha. Var ekki alveg búin að finna kúplingspunktinn sko huhummmm. Kannski ég setji það inn á heimasíðuna mína, það er aldrei að vita.
Næsti tími er svo í kvöld kl. 6 og þá verður spennandi að sjá hvort manni hafi farið eitthvað fram. Farin að hlakka ýkt til. Eins og ég segi: THIS IS LIFE!!!!
Síja
hjólAWAY
fimmtudagur, júní 16, 2005
Smá kvöldblogg
Bíllinn minn var tilbúinn í dag og ég fer að sækja hann á morgun. Og hvað haldiði, reikningurinn hljóðar einungis upp á 52 þús krónur. Dísess held ég þurfi áfallahjálp!!! Alveg til að kóróna heppni mína síðustu mánaða. En hvað um það, allt kostar í þessu lífi. Ég spurði kallinn bara hvort bílinn yrði þá ekki bara í fínu standi næstu 10 árin eða svo en honum fannst ég ekkert fyndin.
Jamm og svo er ég að fara að gera soldið skemmtó á mánudaginn. Minns ætlar að verða mótorhjólatuffari. Fer sem sagt í fyrsta tímann minn á Skaganum á mánudag kl. 18. Valdi ætlar að koma með myndavél og gera grín að mér og Hjalta sem ætlum að taka prófið saman. Svo ætlum við 3 kannski að kaupa okkur fák saman fyrir sumarið. Þessi er í athugun:
.
Víha nú verður bara gaman. Ætli ég verði ekki alger lúði og detti bara í fyrsta tíma og þori svo engu meiru. Haha það væri eftir öllu. Nei nei nú verður bara staðið við stóru orðin og haft gaman af. Þetta var semsagt leyndóið mitt sem ég vildi ekki upplýsa fyrr en ég fengi staðfest hvort við kæmumst pottþétt í tímana í næstu viku. Swing stuð og steik.
Farin í bælið. Bæjarferð á morgun ef ég nenni. Úff er farin að fara allt of oft í bæinn þessa dagana en tilbreytingin er góð :o)
lovuall
steikAWAY
Bíllinn minn var tilbúinn í dag og ég fer að sækja hann á morgun. Og hvað haldiði, reikningurinn hljóðar einungis upp á 52 þús krónur. Dísess held ég þurfi áfallahjálp!!! Alveg til að kóróna heppni mína síðustu mánaða. En hvað um það, allt kostar í þessu lífi. Ég spurði kallinn bara hvort bílinn yrði þá ekki bara í fínu standi næstu 10 árin eða svo en honum fannst ég ekkert fyndin.
Jamm og svo er ég að fara að gera soldið skemmtó á mánudaginn. Minns ætlar að verða mótorhjólatuffari. Fer sem sagt í fyrsta tímann minn á Skaganum á mánudag kl. 18. Valdi ætlar að koma með myndavél og gera grín að mér og Hjalta sem ætlum að taka prófið saman. Svo ætlum við 3 kannski að kaupa okkur fák saman fyrir sumarið. Þessi er í athugun:
.
Víha nú verður bara gaman. Ætli ég verði ekki alger lúði og detti bara í fyrsta tíma og þori svo engu meiru. Haha það væri eftir öllu. Nei nei nú verður bara staðið við stóru orðin og haft gaman af. Þetta var semsagt leyndóið mitt sem ég vildi ekki upplýsa fyrr en ég fengi staðfest hvort við kæmumst pottþétt í tímana í næstu viku. Swing stuð og steik.
Farin í bælið. Bæjarferð á morgun ef ég nenni. Úff er farin að fara allt of oft í bæinn þessa dagana en tilbreytingin er góð :o)
lovuall
steikAWAY
mánudagur, júní 13, 2005
Víha
Og ég fann mér geggjaðan leðurjakka um helgina. 10 þús kalli ódýrari en ég var tilbúin að greiða fyrir rétta jakkann. Swing mar er alltaf að græða vúhú....
swingAWAY
Og ég fann mér geggjaðan leðurjakka um helgina. 10 þús kalli ódýrari en ég var tilbúin að greiða fyrir rétta jakkann. Swing mar er alltaf að græða vúhú....
swingAWAY
Leyndó
Ég er að fara að gera leyndó leyndó leyndó í næstu viku. Swing og tralllala. Vá hvað ég hlakka til. Verður líklega til þess að ég fari ekki til Krítar eins og ráðgert var þar sem þetta er aðeins meiri fjárfesting en það víha....... En þar sem enginn nema móðir nennir að lesa þetta og commenta á það þá ætla ég bara að halda þessu leyndói út af fyrir mig lalallaallala. Og ef einhver veit hvað þetta er ekki vera að kjafta því hér. Túddúrú bara gaman.......
leyndóAWAY
Ég er að fara að gera leyndó leyndó leyndó í næstu viku. Swing og tralllala. Vá hvað ég hlakka til. Verður líklega til þess að ég fari ekki til Krítar eins og ráðgert var þar sem þetta er aðeins meiri fjárfesting en það víha....... En þar sem enginn nema móðir nennir að lesa þetta og commenta á það þá ætla ég bara að halda þessu leyndói út af fyrir mig lalallaallala. Og ef einhver veit hvað þetta er ekki vera að kjafta því hér. Túddúrú bara gaman.......
leyndóAWAY
föstudagur, júní 10, 2005
Hvað er að gerast mar????
Jæja ekkert blogg í viku. Púff. En svo ég fari nett yfir síðustu daga þá fór ég í bæinn síðustu helgi. Ég, Hjalti og Valdi fórum út að borða á Friday's á föst þegar við komum í bæinn. Fengum okkur voða fínt að borða og ég pantaði mér einhvern sörpræs kokkteil sem kom í huge glasi og ég var bara allt kvöldið að reyna að klára kvikindið sem tókst reyndar ekki. Þurfti að leifa smá þar sem strákarnir voru orðnir ansi óþolinmóðir að bíða eftir þessu sötri mínu. Jæja þaðan fórum við til Valda og sátum þar í drykkjuleikjum, borgar/landaleik og svo leikara/söngvaraleik. Púff við vorum komin í eplasnafs á endanum og svo þegar við loks stóðum upp þá riðuðum við öll hahaha þetta var ýkt fyndið. Svo komu tveir vinir Valda til okkar með gítar og við sungum hátt og snjallt öllum blokkarbúum til ánægju og yndisauka. Fórum svo á Hverfis og þar var dansað fram eftir nóttu.
Laugardagurinn var nýttur í pítsuát og soferí og svo mat hjá múttu og far. Ebba frænka kom svo í heimsókn og við kellurnar fengum okkur smá hvítvín og spjölluðum. Valdi kíkti aðeins á okkur og svo fórum við 3 saman í bæinn (skildum múttu eftir heima). Klukkan var orðin frekar margt þegar við loks komumst í bæinn en skelltum okkur á Næsta bar (úff bar þar sem engin tónlist er spiluð) sem er staðurinn sem Ebba frænka fer oftast á. Sátum þar í bjórsötri fram eftir og Stú sæti kom einnig og kíkti á okkur. Ebba fór svo eitthvað annað með öðrum Valda en ég, hinn Valdi og Stú löbbuðum niður í bæ. Þar var voða lítið um opna staði og við engan veginn tilbúin að fara heim að sofa þannig að við enduðum inni á Amsterdam (gubbgubbogpjúkpjúk) sem var eini staðurinn sem var opinn og borguðum okkur meira að segja inn!!!! (ok ég ætlaði aldrei að segja frá þessu en þetta var bara fyndið, hversu lágt leggst mar til að dansa aðeins meir???). Jæja fengum okkur einn bjór þar og smá dansspor. Svo var bara haldið heim á leið.
Sunnudagurinn var nýttur í búðarráp í Kringlunni með dóttur og tókst mér að eyða 50 þúsund kalli. Púff það má ekki hleypa mér í búðir en ástæða fyrir búðarrápinu var sú að ég ætlaði að kaupa mér leðurjakka og gallabuxur en tókst að kaupa ALLT annað en það!!!
Vikan er svo bara búin að fara í vinnu. Alltaf nóg að gera hér og mar er bara búinn eftir vinnudaginn og voða lítið gert á kvöldin sko.
Á eftir ætla ég svo aftur að skella mér í borgarferð og hafa það næs. Kannski aðeins minna djamm en síðast en allavega ætla ég að hitta Arndísi sætu í kvöld og kannski verður kíkt á nett skrall mar veit aldrei. Svo verður kannski reynt við leðurjakka og gallabuxnakaup ef tími gefst til.
Vona að allir eigi góða helgi
lovjúoll
borgAWAY
Jæja ekkert blogg í viku. Púff. En svo ég fari nett yfir síðustu daga þá fór ég í bæinn síðustu helgi. Ég, Hjalti og Valdi fórum út að borða á Friday's á föst þegar við komum í bæinn. Fengum okkur voða fínt að borða og ég pantaði mér einhvern sörpræs kokkteil sem kom í huge glasi og ég var bara allt kvöldið að reyna að klára kvikindið sem tókst reyndar ekki. Þurfti að leifa smá þar sem strákarnir voru orðnir ansi óþolinmóðir að bíða eftir þessu sötri mínu. Jæja þaðan fórum við til Valda og sátum þar í drykkjuleikjum, borgar/landaleik og svo leikara/söngvaraleik. Púff við vorum komin í eplasnafs á endanum og svo þegar við loks stóðum upp þá riðuðum við öll hahaha þetta var ýkt fyndið. Svo komu tveir vinir Valda til okkar með gítar og við sungum hátt og snjallt öllum blokkarbúum til ánægju og yndisauka. Fórum svo á Hverfis og þar var dansað fram eftir nóttu.
Laugardagurinn var nýttur í pítsuát og soferí og svo mat hjá múttu og far. Ebba frænka kom svo í heimsókn og við kellurnar fengum okkur smá hvítvín og spjölluðum. Valdi kíkti aðeins á okkur og svo fórum við 3 saman í bæinn (skildum múttu eftir heima). Klukkan var orðin frekar margt þegar við loks komumst í bæinn en skelltum okkur á Næsta bar (úff bar þar sem engin tónlist er spiluð) sem er staðurinn sem Ebba frænka fer oftast á. Sátum þar í bjórsötri fram eftir og Stú sæti kom einnig og kíkti á okkur. Ebba fór svo eitthvað annað með öðrum Valda en ég, hinn Valdi og Stú löbbuðum niður í bæ. Þar var voða lítið um opna staði og við engan veginn tilbúin að fara heim að sofa þannig að við enduðum inni á Amsterdam (gubbgubbogpjúkpjúk) sem var eini staðurinn sem var opinn og borguðum okkur meira að segja inn!!!! (ok ég ætlaði aldrei að segja frá þessu en þetta var bara fyndið, hversu lágt leggst mar til að dansa aðeins meir???). Jæja fengum okkur einn bjór þar og smá dansspor. Svo var bara haldið heim á leið.
Sunnudagurinn var nýttur í búðarráp í Kringlunni með dóttur og tókst mér að eyða 50 þúsund kalli. Púff það má ekki hleypa mér í búðir en ástæða fyrir búðarrápinu var sú að ég ætlaði að kaupa mér leðurjakka og gallabuxur en tókst að kaupa ALLT annað en það!!!
Vikan er svo bara búin að fara í vinnu. Alltaf nóg að gera hér og mar er bara búinn eftir vinnudaginn og voða lítið gert á kvöldin sko.
Á eftir ætla ég svo aftur að skella mér í borgarferð og hafa það næs. Kannski aðeins minna djamm en síðast en allavega ætla ég að hitta Arndísi sætu í kvöld og kannski verður kíkt á nett skrall mar veit aldrei. Svo verður kannski reynt við leðurjakka og gallabuxnakaup ef tími gefst til.
Vona að allir eigi góða helgi
lovjúoll
borgAWAY